Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 33
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
31
í töflu 6 er eitt dæmi um myndina hvorgan, í Jómsvíkinga sögu. Hugs-
anlegt er að þróunin hér hafi verið hvorigan > hvorgan. En líklegra er að
þróunin hafi verið hvomgan > hvorgan-, myndin hvomgan virðist hafa verið
hin almenna mynd um þetta leyti en heimildir um hvorigan eru fátæk-
legar.42 Elsta dæmið um hvorigan er í Sturlungu (Sturlunga saga II 1911:
253), sem að vísu er samin á 13. öld en handritið sem dæmið er í er frá um
1696. Það segir því ekkert um aldur myndarinnar hvorigan. Næsta dæmi í
töflu 6 um myndina hvorigan er í fornaldarsögu, Hálfdanar sögu Brönu-
fóstra, en handritið er frá fyrsta fjórðungi 16. aldar. Þar næst kemur dæmi
úr riddarasögu, Sigurðar sögu fóts, en handritið er talið frá um 1450—1475.
I orðabókum og orðasöfnum eru ýmis fornmálsdæmi um myndirnar
hvorngi og hvorngan (fyrir utan ritin í töflu 6) en ekkert þar varpar nánara
ljósi á tímasetningar. Mun fleiri dæmi hafa fundist um millistigsmyndina
hvomgan en um hvorngiýl En það er athyglisvert að hin forna mynd
hvomgi er ekki bundin við allra elstu rit; um hana eru dæmi í ritum sem
samin eru á 14. öld.44
sögur Norðurlanda II 1950:271) er höfð myndin hvámigan en hún á sér varla nokkra stoð;
myndina hef ég hvergi fundið í handritum né traustum útgáfum. I handritinu sem útgáfan
byggist á (AM 343 a 4to, 7OV3) er myndin „huomgðn".
42 Sbr. nokkurn fjölda dæma um myndina hvomgan í nmgr. 43. Sbr. einnig dæmin um
hvemgan í Grágás og Heimskringlu í töflu 6. í töflunni eru hins vegar engin dæmi um mynd-
ina hverigan. — Auðvitað getur vel verið að hvomgan > hvorgan sé engin þróun heldur sé
hvorgan einfaldlega ritvilla, og þá líklega fyrir hvomgan. Eitt dæmi um myndina hvorgan er í
seðlasafni fommálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP), i Maríu sögu (hdr. um 1350).
43 I seðlasafni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) eru dæmi um hvomgi
í Viðræðu líkams og sálar (hdr. um 1310), Maríu sögu (hdr. um 1300) og Guðmundar sögu
biskups, B-gerð (hdr. um 1340—1390). Einnig er þar dæmi um hvorgi í stað hvomgi í Maríu
sögu (hdr. um 1340) og er það líklega ritvilla. Hjá Fritzner (II 1891:115) er tilgreint dæmi í
Maríu sögu (hdr. um 1350). Það er sagt vera hvomgan (þ.e. hvámgari) en þarna er myndin
hvomgi (þ.e. hvámgi) (sbr. leiðréttingu í Fritzner IV 1972:170). í seðlasafni ONP eru dæmi
um hvomgan í Amíkuss sögu og Amilíuss (hdr. um 1400-1425), Guðmundar sögu biskups,
A-gerð (hdr. um 1330-1350), Hemings þætti Áslákssonar (hdr. um 1700), Maríu sögu (hdr.
um 1325-1375, 1450-1500, 1700-1725), Rémundar sögu (hdr. um 1600-1700), Rómverja
sögu (hdr. um 1325-1350), Rómverja sögu, yngri gerð (hdr. um 1350-1360), Sverris sögu
(hdr. um 1300) (dæmið er einnig hjá Fritzner (II 1891:115) og Cleasby (1874:298)), Thómass
sögu erkibiskups, eldri gerð (hdr. um 1300) (dæmið er einnig hjá Cleasby (1874:298)) og
Valburgu sögu (hdr. um 1360-1380). í Gísla sögu fann ég dæmi um myndina hvomgan (sjá
Gísla sögu Súrssonar 1929:21, Gísla sögu Súrssonar 1956:21). Af þessari upptalningu að dæma
virðist millistigsmyndin hvomgan mun algengari í fornum ritum en hvomgi, þótt auðvitað
endurspegli handahófskennd orðtaka aldrei raunverulega tiðni.
44 I seðlasafni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) er dæmi um hvomgi
i B-gerð Guðmundar sögu biskups (AM 657 c 4to, um 1340-1390) en sú gerð er talin