Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 34
32.
Katrín Axelsdóttir
Þá eru í orðabókum og orðasöfnum um fornmálið einnig nokkur dæmi
um myndirnar hvorigan og hvorugan, en þau eru ýmist í mjög ungum
handritum eða þá að um er að ræða rangan eða óvissan lestur handrita í
útgáfum. A þeim er því ekkert að byggja.45
Björn K. Þórólfsson (1925:51) nefnir myndina hvomgan (þ.e. hvámg-
arí) í riti sínu um orðmyndir á 14. og 15. öld. Hann segir reyndar að
þf.kk.et. sé oftast þannig. I ritunum frá þessum tíma í töflu 6 (fornaldar-
og riddarasögur) kemur hvorngan tvisvar fyrir; önnur dæmi um þf.kk.et.
eru myndirnar hvorigan og hvorugan, sú síðari er reyndar í mjög ungum
handritum.46 En dæmi eru fá, eins og sjá má, og erfitt að átta sig á hvað
hér hefur verið algengara en annað.
Á grundvelli þess sem hér hefur komið fram má setja upp líklega aldurs-
röð mynda í þf.kk.et., þótt nákvæmar tímasetningar séu á huldu:
(3) hvorn-gi
hvorn-g-an (hvor-g-an)
hvor-ig-an
hvor-ug-an
Ekki er ljóst hversu lengi millistigsmyndin hvomgan hefur þekkst en hún
hefur kannski ekki lifað mjög lengi eftir að myndirnar hvorigan og hvor-
samin í upphafi 14. aldar. I Grettis sögu, AM 556 a 4to (hdr. um 1475-1500), hef ég fund-
ið myndina hvorngi, en Grettis saga er talin samin snemma á 14. öld.
45 I seðlasafni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) eru dæmi í Flóamanna
sögu (hdr. um 1600-1700) (dæmið er einnig hjá Fritzner (II 1891:115)), Vatnsdæla sögu (hdr.
um 1700), Fljótsdæla sögu (hdr. um 1600—1650), Friðþjófs sögu frækna (hdr. 1671), Grettis
sögu (hdr. um 1500) og Gyðinga sögu (hdr. um 1350-1360) (dæmið er einnig hjá Fritzner (II
1891:115)). Dæmið í Gyðinga sögu er í langelsta handritinu hér. Athugun á því leiðir í ljós að
þarna er ekki myndin hvorugan eins og segir í útgáfum heldur hvomgan, sjá nánar nmgr. 79.
Dæmið í Grettis sögu einnig í nokkuð gömlu handriti, AM 551 a 4to frá um 1500. Handritið
er mjög illa farið og ekki er gott að skera úr um hvort þar er myndin hvorugan eða hvomgan
(1.7133). Skylt handrit, AM 556 a 4to (um 1475—1500), hefur þarna hina fornu mynd hvomgi
(i8vi). í AM 152 fol (um 1500-1525) er mjög greinilega myndin hvorigan (l3val8). í DG 10
(um 1500) er haft annað fornafn, myndin þar er öngvan (1412). Samanburður við önnur
Grettissöguhandrit frá svipuðum tíma hjálpar því ekki við að greina á milli möguleikanna
tveggja. Myndin hvorugan í Grettis sögu í AM 551 a 4to er því mjög ótraust dæmi.
46 Dæmin um hvomgan eru í Örvar-Odds sögu (hdr. um 1450-1475) og Þorsteins sögu
Víkingssonar (hdr. um 1500—1525). Dæmin um hvorigan eru í Sigurðar sögu fóts (hdr. um
1450—1475), Sigurðar sögu þögla (hdr. um 1500-1525), Sigurgarðs sögu frækna (hdr. frá 17.
öld) og Hálfdanar sögu Brönufóstra (hdr. um 1500-1525). Dæmin um hvorugan eru í
Hrólfs sögu kraka (hdr. frá 17. öld) og Sörla sögu sterka (hdr. frá 18. öld).