Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 37
35
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
Eins og sjá má er millistigsmynd, hvorskis, ekki eina myndin sem kemur
fyrir í fornu máli. Þarna má líka sjá myndirnar hvorkis og hvorgis. I þeim
myndum er aðeins ein beygingarending. Myndin hvorkis er væntanlega
komin af hvorskis-, fyrri beygingarendingin er fallin brott. En hvorgis er
sérkennileg mynd, þarna er ekki hið óraddaða afbrigði myndansins G/.51
Yngsta dæmið um -ki- á undan beygingarendingu í töfluy er í riddara-
sagnahandriti frá 16. öld (hvorskis), en orðmyndin er í riti sem samið er
talsvert fyrr og hún hefur kannski verið fornyrði á 16. öld.52 Eftir það er
mynd nútímamálsins (hvorugs) einráð í töflunni. En dæmi eru vissulega fá
og erfitt er að gera sér glögga mynd af því hvenær nýja myndin hvorugs
(eða hvorigs) hefur orðið ríkjandi.53
Ymis dæmi um myndina hvorskis fundust utan ritanna í töflu 7 en
ekkert þessara dæma er þó yngra en yngsta dæmið um hvorskis í töflu 7.54
Heldur færri dæmi fundust um hvorkis. Fæst þeirra bæta nokkru við það
sem fram kemur í töflu 7.55 En tvö dæmi um hvorkis eru athyglisverð því
51 Hugsanlega er þessi mynd orðin til fyrir áhrif frá nf.kk.et. hvorgi eða á einhvern hátt
leidd af henni. Sambærilega mynd, hvergis, í beygingu fornafnsins hvergi, má einnig sjá i
töflunni. Báðar eru þær í Járnsíðu, riti sem er norskt að uppruna. Annað dæmi fannst um
hvorgis (ef.kk.et.), en það er lesbrigði við myndina hvorskis í Jónsbók í töflu 7 (Jónsbók
1.904:35). Handritið er AM 169 4to, frá um 1300-1350 og 1330.
52 Sagan er Sigurðar saga þögla, en elsta gerð hennar er frá 14. öld.
53 Orðmyndin hvorigs kemur ekki fyrir i töfluy en hún var þó til og er því ekki stjörnu-
merkt hér. Um hana hafa fundist nokkur dæmi, allt lesbrigði við myndina hvorgis í Járn-
síðu (Jámsida 1847:48). En öll dæmin eru úr ungum handritum að þvi er virðist, frá 17. og
18. öld.
54 Tvö dæmi um hvorskis eru í Fritzner (II 1891:114—115), bæði í Gulaþingslögum og
hjá Cleasby (1874:298) eru dæmi um hvorskis í norskum lögum, Sverris sögu og Reykdæla
sögu. Nokkur dæmi eru um hvorskis í seðlasafni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmanna-
höfn (ONP) (fyrir utan það sem er í töflu 7 og nefnt er hér að ofan), í Breta sögu, Bærings
sögu fagra, Eiríks sögu rauða, Gulaþingslögum (þrjú dæmi), Orkneyinga sögu, Thómass
sögu erkibiskups, Heilagra feðra ævi og Þorláks sögu helga. Öll þessi dæmi í seðlasafninu
efu í handritum frá 13. og 14. öld. Þá er eitt dæmi í seðlasafninu um myndina hvorskirs í
seðlasafninu, í norskum lögum, Landslögum og réttarbótum (AM 56 4to, um 1300). Þessu
til viðbótar er eitt dæmi um hvorskis í Bjarnar sögu Hítdælakappa (kk.) (sjá íslenskt texta-
safn). Þá kemur myndinhvorskis (hk.) fyrir í Skáld-Helga rímum (Rímnasafn 11905-1912:
U4). en þa;r eru taldar ortar um 1400.
55 Sum virðast þó vera úr talsvert yngri handritum en dæmin um myndina hvorskis.
Eitt dæmi er um myndina hvorkis (þ.e. hvárkis) hjá Cleasby (1874:298). Það er fornt dæmi,
ur hinni norsku Konungsskuggsjá. Dæmi eru um hvorkis í seðlasafni fornmálsorðabókar-
mnar í Kaupmannahöfn (ONP), í Eiríks sögu rauða (hdr. um 1420-1450), Landslögum og
rettarbótum (um 1320), Malkuss sögu (hdr. um 1360-1380) og Sverris sögu (hdr. um
1450-1475).