Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Side 42
40
Katrín Axelsdóttir
vafasöm og ekkert á þeim að byggja.7° Þau eiga því í rauninni ekki heima
í töflunni heldur. Ef öllum dæmum um þf.kk.et. (í báðum dálkum) og
vafasömu dæmunum er sleppt er hlutfall ósamandreginna og samandreg-
inna mynda 59 á móti 0.71
En í töflu 10 er þó að finna samandregnar myndir sem lesbrigði við
ósamandregnar.72 Dæmin eru fjögur (eitt í Heimskringlu og þrjú í Jóns-
bók). Þetta þekkist því, en er afar sjaldgæft. I orðabókum og orðasöfnum
er að finna allnokkur dæmi um samandregnar myndir (utan ritanna í töflu
10), en þau eru í norskum ritum.73 Það mætti því e.t.v. ímynda sér að
samandregnu myndirnar hafi frekar verið bundnar við norsk rit.
70 Dæmin eru hvorga (þf.kk.ft) og hvorgir (nf.kk.ft.) (tvö dæmi). Fyrsta dæmið stafar af
óheppilegri samræmingu útgefanda (Sturlunga saga II 1911:15). I handritinu, BLAdd 11127 (um
1696), er greinilega ósamandregin mynd, hvoruga („hvoruga", 139135). Síðari dæmin eru rituð í
útgáfunni „hvarrgir" (Sturlunga saga I 1906-1911:162, 205). I handritinu sem liggur þama til
grundvallar (AM 122 a fol, um 1350—1370) stendur á báðum stöðum „hvargir“ en fyrir ofan „r“
er lykkja og vísar belgurinn til vinstri (2in8, 27va28). Utgefandi hefur augljóslega kosið að láta
lykkjuna standa fyrir r. Útgefandi lýsir i formála sérstæðri lykkju sem talsvert er notuð i þessu
handriti (Sturlunga saga I 19o6-19u:XIV-XVI, sbr. einnig Seip 1954:143). Sú táknar oftast
tvöföldun samhljóða, en hún getur einnig staðið fyrir ýmislegt annað, m.a. einstök samhljóð
eða einstök sérhljóð. Þessi lykkja virðist ávallt hafa belg sem vísar til hægri. Það er því ekki vist
að lykkjan yfir „hvarg/r“ sé sama lykkjan. En ef „vinstri-lykkjan", sem hér um ræðir, er afbrigði
„hægri-lykkjunnar“ þá er alls ekki víst að rétt sé að leysa upp „hvargir“ (með „vinstri-lykkju")
sem „hvarrg/r“. Þetta gæti alveg eins verið myndin hvorigir, ósamandregin mynd.
71 Sama sérstaða þf.kk.et. kemur fram ef litið er til fornafnsins hvergi. I nokkrum ritum
sem athuguð voru hér (Fyrstu málfræðiritgerðinni, Díalógum Gregoríusar, Jómsvíkinga
sögu, Grágás, Heimskringlu, Sturlungu og íslenskum frumbréfum) voru ósamandregnar
myndir (s.s. hverigir, hverigu) 16 talsins en dæmin um samandregna mynd voru fjögur. Öll
voru þau dæmi um þf.kk.et., hvemgan.
72 Dæmi um samandregnar myndir í lesbrigðum eru ekki höfð í hægri dálki töflunn-
ar af þeirri ástæðu að þá kæmu ekki í ljós rétt hlutföll; fleiri handrit lægju þá að baki hægri
dálki en vinstri dálki. Tölurnar í töflunni miðast við einn texta hverju sinni (þann sem
útgefandi velur sem aðaltexta), ef lesbrigðum er bætt við skekkist samanburðurinn. Með
þessu er ekki verið að gera lítið úr því sem kemur fram í lesbrigðum.
73 Eina dæmið um samandregna mynd i orðabók Cleasby (1874) (fy™- utan mynd
þf.kk.et. hvomgan) er úr norskum lögum (hvorgir (nf.kk.ft.). I seðlasafni fommálsorðabókar-
innar í Kaupmannahöfn (ONP) eru nokkur dæmi um samandregnar myndir (fyrir utan
þf.kk.et. hvomgari). Eitt er í Barlaams sögu (hdr. um 1275), hvorgir (nf.kk.fi.). Sagan er þýdd í
Noregi. I seðlasafni ONP em einnig dæmi úr norskum lögum, Gulaþingslögum (hvorgum, líkl.
þgf.kk.et.) og Landslögum (hvorgir, nf.kk.ft.), og eldri gerð Karlamagnús sögu, sem er talin
norsk (hvorgu, þgf.hk.et.). I hinni norsku Konungsskuggsjá virðast samandregnar myndir vera
alls staðar þar sem hægt er (Flom 1923:180). Það er hins vegar ekki svo að ósamandregnar
myndir þekkist ekki í norsku. I elstu norsku handritunum (sjá töfluj) er slík mynd og í norsk-
um lögum (Fritzner IV 1972:170) er dæmi um ósamandregna mynd (hvorigir, nf.kk.ft.).