Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 43
Rýnt i sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
41
Samkvæmt Birni K. Þórólfssyni (1925:31) fara ósamandregnar mynd-
ir í stað samandreginna í -(g-/-«g-lýsingarorðabeygingunni að sjást um
1300 en samandregnar eru miklu algengari alla 14. öld, og á 15. öld er þetta
tvennt álíka algengt.74 Á 16. öld hafa ósamandregnar myndir náð yfir-
höndinni, en samandregnar myndir eru í Nýja testamenti Odds og í Guð-
brandsbiblíu örfáar í samanburði við ósamandregnar (sjá Jón Helgason
1929:66, Bandle 1956:300).
Hérna kemur fram athyglisverður munur. Ósamandregnar myndir
hafa ríkt í beygingu fornafnsins hvorgi allt frá fyrstu tíð. Samdráttarregla
virðist ekki gilda í íslenskum ritum nema í undantekningartilvikum í
beygingu fornafnsins. í -(g-/-Mg-lýsingarorðum gildir hins vegar sam-
dráttarregla á elsta skeiði og virkni hennar byrjar ekki að breytast fyrr en
um 1300 að því er talið er.
3-8 Viðskxytið -ug- tekur við af-ig-
Dreifing „systurviðskeytanna“ -ig- og -ug- í fornu máli er athyglisverð.
Viðskeytið -ig- var bundið við sum lýsingarorð (t.d. kunnigr) og -ug- við
önnur (t.d. gfugr), og sum lýsingarorð höfðu ýmist -ig- eða -ug- (t.d.
auðigr/auðugr).75 Sú breyting hefur orðið frá fornu máli að -ug- er nú ein-
rátt.76
Hvað fornafnið hvorgi varðar var -ig- í öndverðu einhaft en nú er það
~ug-. Af töflu 11 má fá nokkra hugmynd um hvenær þetta breyttist.
Dæmið í dróttkvæðunum er eina dæmið hér í ritum frá fornum tíma
um -ug- í beygingu hvorgi, en það er í handritum frá 17. öld eða um 1700
svo að engar ályktanir er að draga af því.77
74 Þessi breyting virðist ekki hafa verið mikið rannsökuð. Um elsta tímann vitnar Björn
í Finn Jónsson. Finnur (1908:88) segir ósamandregnar myndir þar sem von væri á saman-
dregnum í beygingu -ig-/-ug-/-ag-lýsingarorða koma fyrir um 1300. Hann nefnir tvö óvænt
dæmi um ósamandregnar myndir úr fornum kveðskap (Finnur Jónsson 1901:70—71).
Annað dæmið telur hann afbökun og hitt svo ungt að myndin þurfi ekki að koma á óvart.
75 Bæði eiga þau rætur að rekja til germanska viðskeytisins -ga-. Hið sama gildir um
viðskeytið -ag-, en í íslensku hefur aðeins eitt lýsingarorð það viðskeyti, heilagr. Um við-
skeytið -ga- og þróun þess í norðurgermönskum málum, sjá Venás 1971.
76 í norsku, dönsku og sænsku er þessu öfugt farið. Þar náði -ig- yfirhöndinni (og er
einrátt í mörgum mállýskum) fyrir áhrif frá fjölda miðlágþýskra tökuorða sem enduðu á
-ich (Venás 1971:338-340, 351 og víðar).
77 Þetta er myndin hvorugum (þgf.kk.et.). Hún er í vísu í Hrólfs sögu kraka, í hand-
ritunum AM 9 fol, AM 10 fol, AM 285 4to og AM 922 4to (Den norsk-islandske skjalde-
digtning A II 1915:230).