Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 48
46
Katrín Axelsdóttir
RITUNAR- TÍMI RIT hvorgi hvorugur (hvorigur)
14. öld Riddarasögur, hdr. 1450-1500 26 O
14. öld Riddarasögur, hdr. 1500-1525 4 O
15. öld Islensk frumbréf, árin 1403 og 1405 2 O
16. öld Reykjahólabók 3 O
16. öld Bréfabók Guðbrands Þorlákssonar, árin 1571 og 1584, hdr. s.hl. 16. aldar 2 O
17. öld Bréfabók Þorláks Skúlasonar, árin 1640 og 1651, hdr. s.hl. 17. aldar O 2
17. öld Prestastefnudómar Brynjólfs Sveinssonar O 1
1720 Vídalínspostilla, síðari hluti O 4
1784-1791 Ævisaga Jóns Steingrímssonar O 5
19. öld Skáldsögur Jóns Thoroddsen O 3
Tafla 12: Hlutfall hvorgi (nf.kk.et.) og hvorugur (hvorigur) í ýmsum ritum
frá 14. til 19. aldar.
handritum, útgáfum þar sem hefur verið mislesið eða þá að myndin hefur verið endurgerð
með hliðsjón af öðrum myndum í beygingunni sem höfðu stofninn hvorig-. Fyrir forn-
málsmyndinni hvorigr virðist að minnsta kosti ekki vera neinn fótur. — Astæða er til að
gera grein fyrir þeim dæmum um nýja nefnifallsmynd sem finna má í textasöfnum og
orðabókum um fornmál. I Islensku textasafni er að finna eitt dæmi um nefnifallsmyndina
hvorugur og annað um hvorigur í fornum ritum. Dæmið um hvorugur er í Gísla sögu
Súrssonar. I handritum er þó á þessum stað gamla myndin hvorgi (Gísla saga Súrssonar
1929:21, Gíslasaga Súrssonar 1956:21) og i útgáfum með samræmdri stafsetningu er einnig
höfð gömul mynd (Islenzk fornrit 6 1943:46, Islendinga sögur ogþxttir II 1987:865). Dæmið
um hvorigur er í Víga-Glúms sögu. I útgáfum stendur hvorigr, hvárigr (íslenzkar fomsögur I
1880:106, íslenzk fornrit 9 1956:97). Handritið sem liggur þarna til grundvallar er
Vatnshyrna, AM 564 a 4to, um 1390—1425. Ekki verður betur séð en að í handritinu
(7ralo) standi „hvoriger", þ.e. fleirtölumyndin hvorigir. Fleirtala kemur alveg eins vel til
greina í sögunni. Þarna er sagt frá tveim bræðrum, Guðmundi og Einari, og hvorum þeirra
fylgir hópur manna. Ef átt er við bræðurna og hópana sem fylgja þeim er eðlilegt að hafa
fleirtölumynd fornafnsins. Sagnmyndin sem fylgir fornafninu er vildi (vth.þt.) og sú mynd
var bæði notuð í 3-p. eintölu og fleirtölu í fornu máli. Sögnin bendir því ekkert frekar til