Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 52
50
Katrín Axelsdóttir
I töflunni eru engin dæmi um nýja mynd, hvorugt, fýrr en á 17. öld. Það
er í samræmi við orð Björns K. Þórólfssonar (1925:107) sem segir mynd-
ina fyrst hafa komið fram á 17. öld. En svo lítur út fyrir að mál hafi þróast
hratt. I bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar (1597—1656) er aðeins eitt
dæmi um hvorki á móti sex um hið nýja hvorugt, eins og sjá má í töflunni.
Hvorki er þó hér í tilvitnun í biblíuna (Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar
1979:1) og telst því ekki marktækt dæmi um mál þessa tíma, þannig að
þegar á fýrri hluta 17. aldar virðist hin nýja mynd hafa rutt sér mjög til
rúms. I ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru engin dæmi frá 17. öld um
myndina, og reyndar ekki 18. öld heldur.
I töflu 13 eru engin dæmi um gömlu myndina hvorki frá 17. öld og
síðar, að undanskildu dæminu í biblíutilvitnuninni í bréfabók Þorláks. En
í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru tvö dæmi um hvorki frá síðari
hluta 17. aldar sem ástæða er til að gefa gefa nokkurn gaum.9°
Eldra dæmið er í Reisubók Jóns Olafssonar Indíafara (1593—1679)
sem er frá 1661.91 Jón Indíafari var Vestfirðingur. Yngra dæmið er í Asu
kvæði. Elsta handrit kvæðisins (G) er frá 1665, annað (B) frá 1670—1711 og
tvö handrit eiga rætur að rekja til handrits (V) frá 1699—1700 (íslenzk
fornkvtzði I i9Ó2:xxviii). I V-handritum er myndin hvorugt í stað hvorki
(Islenzk fomkvaði I 1962:182). Þessi handrit voru líklega öll skrifuð á
Vestfjörðum, og það á a.m.k. örugglega við um G og V (Islenzk fornkvæði
I l9Ó2:xiv).
Ekki er víst að það sé tilviljun að langyngstu dæmin sem fundist hafa
um hvorki eru bæði í ritum af Vestfjörðum. Sem kunnugt er náðu mál-
breytingar oft seint til Vestfjarðakjálkans. Breytingin sem sjá má í V-
handritum Asu kvæðis bendir síðan til þess að myndin hvorki hafi einnig
verið orðin úrelt um 1700 í þessum landshluta.
3.10.2 Breytingin hvorki -*■ hvorkirt/hvorkert
Hvorugt (hvorigt) er ekki eina nýja myndin sem kom upp í stað hvorki. I
ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru dæmi um hvorkirt og hvorkert, eitt
90 I ritmálssafninu eru einnig nokkur 16. aldar dæmi um hvorki, frá 1546 (fslenskt
fornbréfasafn, úr bréfabók Gissurar biskups), 1589 (sálmabók, gefin út á Hólum), 1590
(Alþingisbækur Islands) og 1597 (húspostilla Guðbrands Þorlákssonar). Þessi dæmi koma
öll vel heim við það sem sjá má í töflu 13. Þá eru tvö 17. aldar dæmi (bæði frá 1615) í ritmáls-
safninu sem koma ekki heldur illa heim við þá mynd sem tafla 13 sýnir, enda eru þau bæði
í þýðingum Guðbrands Þorlákssonar.
91 Sjá ReisubókJóns Ólafssonar lndíafara 11946:108. Dæmið var borið saman við hand-
rit, ÍB 92 4to. Þar stendur „huorke".