Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 54
Katrín Axelsdóttir
52
(5)a. Holm papp 17 4to (um 1640—1650): huorckzrt
b. Holm papp 11 8vo (um 1640):97 huorckirt (eða huorckert)
Handritið í (5a) var um miðja 17. öld í eigu séra Þorláks Sigfússonar (d.
1693) í Glæsibæ í Kræklingahlíð (Katalog öjver kongl. bibliotekets fornis'
landska och fornnorska handskrifter 1897—1900:282, 285). Glæsibær er við
vestanverðan Eyjafjörð, um 10 km frá Akureyri. Þetta handrit er afrit
handritsins í (5b) (Die Gautrekssaga in zwei Fassungen 1900:i, iv).
Handritið í (5b) barst árið 1658 frá íslandi til Svíþjóðar ásamt nokkr-
um öðrum handritum með Jóni Rúgmann (1636-1679) (Katalog öfver
kongl. bibliotekets fomisldndska och fomnorska handskrifter 1897—1900:372).
Jón Rúgmann var ekki handritasafnari á þessum tíma, en hann hafði tekið
með sér nokkrar skrifaðar pappírsbækur til að lesa á leiðinni frá íslandi
(Jón Helgason 1958:87). Það er því líklegt að hann hafi fengið bækurnar á
heimaslóðum. Jón var frá Rúgsstöðum í Eyjafirði, skammt frá Akureyri.
Að auki er dæmi um myndina hvorkirt/hvorkert í málsháttasafni Jóns
Rúgmann: „Tuö Ero hófin og ratar heimskwr hworkert“ (Jonas Rugmans
samlingav islandska talesatt 1927:34). Þessi málsháttur er annars þekktur
sem Tvö eru hófin og ratar heimskur hvorugt (Guðmundur Jónsson 1830:
340, Finnur Jónsson 1920:74). Myndin hvorkirt/hvorkert kann því að vera
sérkenni í máli Jóns Rúgmann.
Þau tvö handrit Gautreks sögu sem hafa að geyma hina sérkennilegu
mynd hvorkert/hvorkirt virðast því ættuð af svipuðum slóðum og Staðar-
hóls-Páll og Illugi Helgason.98 Og sama máli virðist gegna um málshátt-
inn í safni Jóns Rúgmann. Þetta styður enn frekar þá hugmynd, sem var
nefnd hér að framan, að breytingin hvorki -*■ hvorkirt/hvorkert hefði verið
svæðisbundin. Á milli þeirra staða sem hér hafa verið nefndir, Svalbarðs,
Reykjadals, Glæsibæjar og Rúgsstaða, er ekki ýkja langt; þeir eru líklega
allir innan 25 km radíuss.
3.10.3 Yfirlit um arftaka myndarinnar hvorki og samanburður við breyt-
ingar í nf.kk.et. og nf.kvk.et.
Hér verður tekið saman það sem komið hefur fram um þær myndir sem
tóku við af myndinni hvorki. Breytingin hvorki -> hvorugt (hvorigt) virðist
verða á tímanum sem skilur að þá Guðbrand Þorláksson og dótturson
97 Aldursgreining handritsins er tekin eftir Die Gautrekssaga inzwei Fassungen 1900 :i.
98 Þess má geta að móðurbróðir Uluga Helgasonar, Guðmundur Illugason, bjó á Rúgs-
stöðum og lést þar 1617.