Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 57
55
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
öld, svo að -ig-/-ug-beygingin er þá ekki enn orðin allsráðandi í ef.et.
kk. og hk. í 3.6 var fjallað um breytinguna hvortki > hvorki. Fram kom að
hún var ekki hafin í elstu handritum en í ýmsum 13. aldar ritum eru fá eða
jafnvel engin dæmi um gömlu myndina. Breytingunni hefur því væntan-
lega lokið þegar á 13. öld.
í 3-7 var bent á að hin forna regla um dreifingu samandreginna og
ósamandreginna mynda (t.d. auðg- og auðig-) í beygingu -ig-/-ug-lýsingar-
orða virðist ekki hafa tíðkast að marki í beygingu hvorgi-, þar voru ósaman-
dregnar myndir í stað samandreginna allt frá upphafi og samandregnar
tnyndir virðast hafa verið sjaldgæfar í beygingu fornafnsins. Þær koma
helst fram í þf.kk.et., hvorngan og hvorgan, en nefnt var að þær myndir
væru að líkindum ekki sambærilegar við aðrar samandregnar myndir. I
lýsingarorðum mun samdráttarreglan hafa riðlast og horfið á bilinu 1300—
1600.
13-8 kom fram að stofninn hvorug- virðist óþekktur fram um miðja 16.
öld.101 Hann vinnur hins vegar hratt á því að hvorig- virðist sjaldgæfur
stofn eftir 1600. Um hann eru þó dæmi allt fram á 19. öld, í skrifum
lærðra manna. í lýsingarorðum leysti -ug- einnig af hólmi hið gamla -ig-
°g það kann að hafa gerst á svipuðum tíma, þ.e. á 16. öld.
Loks var í 3.9 og 3.10 aftur fjallað um einstaka staði í beygingu for-
oafnsins hvorgi, myndirnar hvorgi og hvorki og það sem tók við af þeim.
Lessar breytingar eru síðustu stigin í meginbreytingunni sem hófst mörg-
Um öldum fyrr og fólst í því að beygingarending kom fram í bakstöðu í
stað hengils áður. Um hvorgi í nf.kvk.et. og nf./þf.hk.et. er lítið vitað en
ekkert mælir á móti því að þarna hafi orðið breyting, hvorgi -> hvorug (hvorig),
d svipuðum tíma og nf.kk.et. hvorugur (hvorigur) tók við af hvorgi, en sú
breyting hófst í kringum 1600. Um sama leyti tók hvorugt (hvorigt) við af
hvorki í nf./þf.hk.et. Líklega aðeins fyrr hófst önnur breyting í nf./þf.
hk.et., hvorkt -> hvorkirt/hvorkert, en hún náði sér ekki á strik og var e.t.v.
Lndshlutabundin.
A tímasetningum ýmissa breytinga sem hér hafa verið raktar má
glöggva sig á mynd 1.102 Línurnar ná frá því að breyting hefst og þar til
henni er lokið. Við hægri enda hverrar línu hefur ný mynd tekið við,
nema í tilviki hvorkirt/hvorkert; sú mynd kom upp en hvarf aftur.
Hugsanlegt er að hann komi fyrir fyrr, í handriti að Grettis sögu frá um 1500. En
æmið er mjög óvisst, sbr. nmgr. 79.
Hér eru ekki sýndar tímalínur allra breytinga sem minnst hefur verið á. Það á t.d.
v’ð um hvomgan -+ hvomugan, enda alveg óljóst hvenær sú breyting hófst og hvort þar var
miUistigið *hvomigan.