Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 61
59
Rýnt í sögu fornafnsins hvorgi, hvorugur
þessara mynda benda kannski til þess að endingarnar eða hlutar þeirra
hafi fallið brott í framburði, en auðvitað er hugsanlegt að þetta séu penna-
glöp. I þessu samhengi er loks rétt að minnast þess að í myndunum hvorgi
(< hvorrgi) (nf.kk.et.) og hvorki (< hvortki) hurfu beygingarendingar hrein-
lega á undan hengli.
Hér hafa verið tínd til dæmi þar sem hugsanlega átti sér stað einhvers
konar veiklun eða brottfall beygingarendingar á undan -gi (-ki). En á hinn
bóginn eru þess líka dæmi að beygingarending komi greinilega fram tvisvar,
bæði á undan og eftir Gl, þ.e. í myndum á borð við hvomgan og hvorskis.
Þar hefur nýrri beygingarendingu verið bætt við fyrir aftan gamla heng-
ilinn en gamla endingin stendur eftir sem áður óbreytt fyrir framan. Þess-
ar myndir benda til þess að einhvers konar veiklun beygingarendingar á
undan hengli hafi ekki verið nauðsynleg forsenda þess að ný beygingar-
ending var sett aftast. Þetta útilokar þó ekki þá hugmynd að veiklun beyg-
ingarendingar hafi í einhverjum tilvikum verið hvatinn að breytingunni,
þótt sú hafi ekki verið raunin varðandi hvomgan og hvorskis. En auðvitað
er ekki víst að beygingarendingarnar í fyrirrennurum hvomgan og hvorskis,
þ-e. hvomgi og * *hvorski, hafi verið skynjaðar sem raunverulegar beyging-
arendingar þótt þær líti vissulega þannig út. í huga manna hafa þetta e.t.v.
verið óskilgreinanlegir hlutar af stofni og upp kom þörf til að bæta nýjum
endingum við.109
Dæmi um sætaskipti á borð við þau sem áttu sér stað í beygingu for-
nafnsins hvorgi eru kunn í öðrum tungumálum. I sagnbeygingu í dravída-
málinu pengo má sjá dæmi um slíkt. Þar var lokið horf (e. perfect) táknað
með na sem upphaflega var bætt við myndir þátíðar. I sumum beygingar-
myndum er þó endingu persónu og tölu bætt aukalega við þar fyrir aftan.
Og þess eru dæmi að persóna og tala sé aðeins táknað aftast. Gömlu beyg-
mgarendingarnar í slíkum myndum eru þá horfnar. Sætaskiptin í sagn-
beygingunni í pengo fólust þannig í því sama og sætaskiptin í beygingu
hvorgi: nýjum beygingarendingum var bætt við aftast.110
hómilíubók 1993:205). í handritinu stendur „hveriage“ (The Icelandic Homily Book
199í'-6‘)V2&). Hin dæmin eru í Grágás, „huerigi" (Grágás 1852:110) og Fyrstu málfræðirit-
gerðinni, „hueregi" (Codex Wormianus, 90, 26. lína).
109 I þessu sambandi má minna á myndina einskis í nútímamáli. Fyrra i-ið er samtíma-
kga varla skilið sem beygingarending, aðeins hið síðara.
110 Um sætaskiptin í sagnbeygingu pengo, sjá Bybee 1985:40-41 og rit sem þar er vís-
*ð til. Bybee (1985:41) segir slík sætaskipti ekki vera algeng og nefnir aðeins dæmið úr
Pengo. Haspelmath (1993) nefnir á hinn bóginn dæmi úr ýmsum málum auk pengo, m.a.
ur georgísku, forníslensku, basknesku. Hann segir dæmi um sætaskipti eiga það sameigin-