Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 62
6o
Katrín Axelsdóttir
Nú kynni einhver að segja að langlífi myndanna hvorgi (nf.kk.et.) og
hvorki (nf./þf.hk.et.) benti varla til þess að hengill í bakstöðu hefði átt
mjög erfitt uppdráttar. En hér verður að hafa í huga að staða myndanna
hvorgi og hvorkivar mjög sterk, m.a. vegna hárrar tíðni. (Um langlífi þess-
ara mynda verður nánar fjallað í 4.9.)
I þessum kafla hefur verið rætt hvernig GI og beygingarendingar
kunna að hafa skipt um sæti. En ljóst er að ný sætaskipan hefur ekki allt-
af komið til með nákvæmlega sama hætti. Hljóðfræðileg skilyrði voru
mismunandi eftir því hvar í beygingunni er borið niður. Þannig er breyt-
ingin *hvorir-gi -> hvorig-ir (nf.kk.ft.) og væntanlega fremur auðveld hljóð-
fræðilega, ef svo má að orði komast. Nýja myndin er ekki ólík þeirri
gömlu, og sömu sérhljóð koma fram í sömu röð. Hið sama er að segja um
*hvorri-gi -> hvorig-ri (þgf.kvk.et.). Þetta á hins vegar ekki við um t.d.
*hvora-gi -> hvorig-a (þf.kk.ft.) og hvorun-gi -> hvorig-um (þgf.kk.et., þgf.
ft.).* * 111 Þarna er meiri munur á nýrri mynd og gamalli; viðskeytið -ig- (eða
stofninn hvorig-) virðist hafa komið hér upp við áhrifsbreytingu (útjöfn-
un). Reyndar liggur nokkuð beint við að upptaka viðskeytisins -ig-/-ug-
hlýtur sums staðar að hafa orðið fyrir áhrif frá öðrum myndum í beyging-
unni. Það hlýtur t.d. að eiga við um breytinguna hvorki -> hvorugt (hvorigt)
en gamla myndin hvorki og sú nýja, hvorigt eða hvorugt, eru harla ólíkar.
Hér verður því gert ráð fyrir að myndir sem sýna nýja sætaskipan hafi
orðið til með tvenns konar hætti: annars vegar með eðlilegri hljóðþróun
og hins vegar með áhrifsbreytingu. (Um þetta verður nánar rætt í köflum
4.6 og 4.7, þar sem fjallað er um mismunandi birtingarmyndir GI fýrir
framan beygingarendingar og aldur þeirra.)
4.3 Afhverju skiptu GI og beygingarendingar um sati?
Grundvallarspurningin varðandi beygingarþróun fornafnsins hvorgi
hlýtur að vera af hverju meginbreytingin, sætaskipti endinga og GI, varð
á annað borð. I 4.2 kom fram að sætaskiptin hefðu líklega atvikast þannig
að beygingarendingar veikluðust (a.m.k. stundum) og nýjum beygingar-
endingum var bætt við. Þær komu eðlilega aftast. Þar með hefur megin-
legt að verða í kjölfar þess að óbeygjanleg myndön hengist á orð, aftan við beygingarend-
ingar. Við því sé síðan brugðist með því að bæta annarri beygingarendingu við aftast; þetta
sé „externalization of inflection" en ekki „internalization of a particle". Umfjöllun hans um
forníslensku er bundin við fornafnið bvergi og dæmi hans eru úr Noreen (1923:324).
111 Hér hefði mátt búast við myndunum *hvor-ag-a og hvor-ug-um. Um þá fyrri eru
engin dæmi og ekki eru traust dæmi um þá síðari í fornu máli, sbr. töflu 4.