Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 63
6i
Rýnt í sögu fornafnsins hvorgi, hvorugur
spurningunni kannski líka verið svarað og svarið er: Af því að beygingar-
endingar voru orðnar torkennilegar og eðlilegt er að beygingarendingar
séu aftast í íslensku.
En þar með er kannski ekki öll sagan sögð. I 2.1 kom fram að þess eru
dæmi í fornritum að -gi (-ki) bætist við ýmis orð, s.s. nafnorð, lýsingarorð
og jafnvel atviksorð (s.s. niðjar-gi, hálft-ki, svá-gi). Ekki er vitað hversu
lengi hengillinn hafði þessa virkni, en líklegt er að í fornu máli hafi hún
verið á undanhaldi; t.d. er dæmi um hengil á nafnorðum og lýsingar-
orðum helst að finna í skáldamáli, en þar lifa fornyrði gjarna lengur en í
óbundnu máli. Meðan hengillinn var í fullu fjöri í málinu hefur röðin
-Gl$ kannski ekki verið svo berskjölduð í beygingu hvorgi.112 En um leið
og draga fer úr virkni hengilsins hlýtur staða þessarar raðar að hafa
versnað.
Rót sætaskiptanna er því líklega tvíþætt: gömlu beygingarendingarn-
ar urðu torkennilegar í návígi við hengilinn og glötuðu hlutverki sínu og
virkni hengilsins var almennt að minnka. Eðlileg viðbrögð við þessu er að
setja nýjar beygingarendingar aftast. Með öðrum orðum: Meginbreyting-
m er áhrifsbreyting (áhrif hinnar ríkjandi raðar -E# í málinu) en versn-
andi staða gömlu beygingarendinganna og versnandi staða hengilsins -gi
('ki) ruddu brautina.
I íslensku hafa fleiri myndön en hengillinn -gi (-ki) staðið fýrir aftan
óeygingarendingar.113 í 4.2 var nefnd miðmynd sagna en þar kom -st (< -sk)
alltaf aftast og gerir oftast enn. En fleiri dæmi voru og eru um slíkt í
islensku: viðskeyttur greinir, neitunarhenglarnir -a og -(a)t, sem bættust
aftan við beygingarendingar sagna (t.d. vari-t, ‘væri ekki’), bendiögnin -a,
sem kom í fornu máli fyrir í tveimur beygingarmyndum ábendingarfor-
nafnsins sjá (því-s-a, þeim-a, ‘þessu, þessum’), og bendiögnin -s- (því-s-a
þessu’).11^ Hér má einnig nefna persónuhengilinn -(ð)u (< þú) sem bæt-
tst við sagnir í 2.p.et. (t.d. kemurðu, vertu), persónuhengilinn -k, sem bætt-
lst við sagnir í í.p.et. (t.d. œtla-k (< œtla ek) ‘ætla ég’) og tilvísunarhengil-
inn -s (t.d. hvar-s (< hvar es) ‘hvar sem’).115
112 Það er reyndar spurning hvort bvorgi var sérstakt fornafn meðan hengillinn var í
Mlu fjöri (sbr. 2.1); meðan svo var er kannski eðlilegra að gera aðeins ráð fyrir fornafninu
bvor, sem hengill gat bæst við.
113 Þegar myndan bætist aftan við beygingarendingar er stundum talað um innri
bcygingu (sjá t.d. Krahe og Meid 1969:67).
114 Um beygingarþróun ábendingarfornafnsins sjá, sjá Katrínu Axelsdóttur 2003.
115 Hér hefur verið talað um hengla (e. clitics) og agnir (e. particles) en orðanotkun er
talsvert mismunandi í fræðiritum. Þannig eru t.d. persónu- og tilvísunarhenglarnir stund-