Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 64
62
Katrín Axelsdóttir
Sumt af þessu hefur verið stöðugt í málinu, s.s. viðskeyttur greinir og
persónuhengillinn -(ð)u. En mörg ofangreind myndön hafa frá fornu fari
verið á undanhaldi, sum hurfu algerlega (t.d. neitunarhenglar sagna og
bendiögnin -a), önnur urðu hlutar af stofni (eins og t.d. GI í beygingu
hvorgi og stundum -st í miðmynd sagna, sbr. komust-um). Og stundum
hurfu orðin sjálf sem myndönin voru hlutar af (s.s. fornöfnin manngi og
hvergi). Sum af þeim bakstöðumyndönum, sem hér hafa verið nefnd,
hurfu eða létu undan síga á svipuðum tíma, á 12. og 13. öld.n6 Staða slíkra
myndana í málinu hefur þannig almennt versnað á þessum tíma og versn-
andi staða hengilsins -gi (-ki) er því ekki einangrað fyrirbæri. Það er því
væntanlega engin tilviljun að sætaskipta í beygingu hvorgi (og hvergi) verð-
ur vart um þetta leyti.
4.4 HvertvarogerhlutverkGl?
Við sætaskiptin breyttist staða og birtingarmynd GI. I öndverðu var
hengill aftast, -gi (-ki), er nú er í orðinu viðskeyti, -ug- (áður -ig-). En þótt
bæði staða og birtingarmynd G1 hafi breyst er spurning hvort hlutverk
þess hafi breyst samhliða.
Hengillinn hafði það hlutverk að neita því sem í rótinni fólst.117 Ekki
verður séð að hlutverk viðskeytisins -ug- sé annars eðlis.118 Virkni GI er
auðvitað engin; hengillinn tapaði virkni sinni og er horfinn úr málinu og
arftaki hans í fornafninu hvorugur, viðskeytið -ug-, er ekki virkt neitunar-
viðskeyti. En hlutverk neitunarhengils og neitunarviðskeytis í fornafninu
hvorgi, hvorugur virðist vera það sama.119
um kallaðir agnir og stundum henglar (eða viðhengi). Um þessi hugtök, sjá 2.2. Ekki skipt-
ir máli hér hvað hvert þessara myndana er kallað; aðalatriðið er að þetta eru myndön sem
bætast aftan við beygingarendingar.
116 Þar má nefna neitunarhengla sagna og henglana -k (í einkvæðum orðmyndum) og
-s (sbr. Kjartan G. Ottósson 1992:151-152 og rit sem hann vísar til). Myndin þvísa átti
undir högg að sækja þegar á tíma elstu handrita og þegar líða tekur á 13. öld er hún að mestu
horfin (Katrín Axelsdóttir 2003:51).
117 Hengillinn hafði reyndar líka jákvæða merkingu í fornafninu hvorgi í fornu máli
(sbr. 2.1) en hún er ekki til umræðu hér.
u8 Kjartan G. Ottósson (1992:89) kallar -gi „derivational element“, afleiðslumyndan,
sem er einmitt það sem viðskeyti eru.
119 Ef G1 hafði annað hlutverk sem hengill en sem viðskeyti þá má velta fyrir sér
hvernig slík sambúð gekk upp allan þann langa tíma sem hluti beygingarinnar hafði hengil
en annar hluti hafði viðskeyti.