Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 66
Ó4
Katrín Axelsdóttir
þá væntanlega viðskeyti, rétt eins og -ug- í lýsingarorðum. Viðskeytið -ug-
í hvorugur er þó annarrar merkingar en lýsingarorðsviðskeytið og eins og
nefnt var hér að framan er það ekki virkt í sinni neikvæðu merkingu.125
En ekki er víst að allir tengi fornöfnin hvor og hvorugur beinlínis saman;
í huga þeirra er hvorug- væntanlega ein heild.126 Hin neikvæða merking
GI hefur þá lexíkalíserast í stofninum hvorug- og er bundin honum í heild
en ekki tilteknum hluta hans. Ef þannig er í pottinn búið er hlutverk -ug-
líklega annað en hengilsins -gi (-ki) áður; -ug- hefur þá ekki það hlutverk
að neita því sem í rótinni felst heldur mynda þessi hljóð með henni eina
órjúfanlega heild.127
4.5 Afhverju urðu saitaskJptin að því er virðist fyrr í fleirtölu en eintölu?
I 3.3 var nefnt að dæmin um hina gömlu stöðu hengilsins aftast (t.d.
hvom-gi (þf.kk.et.), hvorun-gi (þgf.kk.et., þgf.ft.)) væru næstum öll ein-
töludæmi. Aðeins eitt slíkt dæmi fannst í fleirtölu, sjá töflu 4. Þetta bend-
ir til þess að sætaskiptin hafi orðið fyrr í fleirtölu en eintölu. Ef svo var
má velta fyrir sér ástæðunni.
Það mætti láta sér detta í hug að hljóðfræðileg skilyrði sætaskipta hafi
á einhvern hátt verið önnur og erfiðari meðal eintölumynda. Nú vill svo
til að myndin hvorungi (síðar hvorigum, hvorugum) var bæði til í eintölu
(þgf.kk.) og fleirtölu (þgf. í öllum kynjum). I töflu 4 eru sjö eintöludæmi
um hvorig-um/hvorug-um og sex um hvorun-gi. I fleirtölunni eru þágu-
fallsdæmin í ellefu tilvikum hvorig-um, en aðeins eitt dæmi er þar um
gömlu myndina hvorun-gi. Þarna voru því sömu hljóðfræðilegu skilyrði til
staðar en þó virðist gömul mynd haldast betur í eintölu. Það verður því
ekki séð að hljóðfræðileg skilyrði komi við sögu, a.m.k. ekki í tilviki
myndarinnar hvorungi.
125 Þótt viðskeyti sé ekki virkt er ekki þar með sagt að það sé ekki viðskeyti. Ymis að-
skeyti í íslensku eru ekki lengur virk í nýmyndunum en þó er auðvelt að átta sig formlega á
þeim og jafnvel hægt að ráða í merkingu þeirra. Þetta á t.d. við um forskeytið ör- í neikvæðri
merkingu, s.s. í öryrki. Sama máli gegnir kannski um viðskeytið -ð í ferð. A hinn bóginn
greina menn sum óvirk viðskeyti væntanlega aldrei sem viðskeyti, s.s. -n í orðinu ofn.
126 Lausleg athugun bendir til þess að misjafnt sé hvort menn skynja -ug- sem við-
skeyti eða óskilgreinanlegan hluta stofnsins hvorug-.
127 Ef hvorug- er ein heild og -ug- hefur ekkert afmarkað hlutverk (sem neitunarvið-
skeyti) hefur átt sér stað það sem hefur verið kallað „de-morphologization“, eins og t.d.
þegar -nd í friend og fiend hætti að hafa afmarkað hlutverk (sjá t.d. Hopper og Traugott
2003:172—173). Sumir hafa viljað tengja slíkt við kerfísvæðingu (e.grammaticalization) en
það hefur með réttu verið gagnrýnt (sjá Joseph 2003:477-478).