Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 68
66
Katrín Axelsdóttir
In the course of the Old Icelandic language development, the suffix has been
altered and moved right next to the root, giving rise to the form hvárigr. An
important prerequisite for this is the prior existence of a suffix -ig- which
could be used.
Þetta hljómar í fljótu bragði sennilega og samkvæmt þessu ætti svarið við
spurningunni að ofan að vera: Af því að -/g-lýsingarorðin (t.d. kunnigr)
þjónuðu sem fýrirmynd. En reyndar má færa ýmis rök gegn áhrifum -ig-
lýsingarorða.
Fyrst er að nefna að hafi -/g-lýsingarorð verið fyrirmyndin hefði mátt
búast við að samdráttarreglan (-ig- > -g-/_____V) gilti líka í beygingu for-
nafnsins hvorgi. Raunin er hins vegar sú að samandregnar myndir eru
mjög fáar í samanburði við ósamandregnar.130
I öðru lagi er erfitt að sjá af hverju upp komu myndir á borð við hvorskis
ef tilvist lýsingarorðaviðskeytisins -ig- er forsenda sætaskiptanna. Frekar
hefði þá mátt búast við því að myndin hvorigs í ef.et.kk. og hk. kæmi upp
snemma.
I þriðja lagi má nefna að systurviðskeytið -ug- (t.d. í pfugr) var líklegra
til að hafa áhrif en -ig-. Venás (1971) kannaði sögu viðskeytanna -ig- og
-ug- í norrænum málum og rannsakaði m.a. hlutfallslega tíðni þeirra.
Hann komst að þeirri niðurstöðu að -ug- hefði haft sterkari stöðu en -ig-
í norrænum málum að fornu (þ.m.t. forníslensku), en það kemur t.d.
fram í meiri virkni -ug- í tökuorðum (Venás 1971:184—186, 343—344).131
130 Eins og rætt var í 3.7 eru dæmi um samandregnar myndir mjög fá og koma varla
fyrir utan þf.kk.et. (hvomgan, hvorgarí) í íslenskum ritum. Og það er reyndar hæpið að
kalla hvomgan og hvorgan samandregnar myndir, sbr. 4.7 um hugsanlega tilurð þeirra.
Dæmi um ósamandregnar myndir þar sem von væri á samandregnum eru hins vegar fjöl-
mörg. — Þótt ósamandregnar lýsingarorðsmyndir sjáist ekki fyrr en um 1300 má vissulega
gera ráð fyrir því að samdráttarreglan hafi byrjað að veiklast eitthvað fyrr; ritmál er ihalds-
samt og breytingar geta því verið eldri en rit gefa til kynna. En rétt er að minna á að -ig-
myndir á undan sérhljóði í beygingu hvorgi og einnig hvergi (s.s. hvorigir og hverigir) eru
mjög gamlar, þær eru til frá fyrstu tið, sbr. töflur4 og^. Slíkar myndir eru í elstu íslensku
handritunum og Díalógum Gregoríusar, þ.e. í handritum sem rituð eru um öld áður en
fyrstu merkja um veiklaða samdráttarreglu í lýsingarorðum verður vart. Og í öðrum ritum,
sem samin eru á 13. öld en eru í handritum frá því seint á þeirri öld, eru einnig slík dæmi.
Könnun á -ig-/-ug-/-ag-lýsingarorðum í Möðruvallabók (sögur frá 13. öld, handrit frá
miðri 14. öld) leiddi í ljós að samdráttarreglan gildir oftast. Um samandregnar myndir eru
36 dæmi (s.s.göfgir, nauðgarí), en fjögur um hið gagnstæða (heilagi, heilaga, kunnigir, kunn-
igast).
131 Sem kunnugt er varð -ug- síðar einrátt í íslensku. I öðrum norrænum málum hefur
-ig- víðast hvar unnið á (og er sums staðar einrátt) en það mun vera fyrir miðlágþýsk áhrif
(Venás 1971:273-340, 351).