Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 69
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur 67
Það hefði því frekar mátt búast við því að hið ómarkaða -ug- kæmi fram í
beygingu hvorgi en -ig-.
í fjórða lagi hæfir merking lýsingarorðaviðskeytisins -ig- fornafninu
hvorgi ekki vel. Hið sama gildir náttúrlega um -ug-, sem var sömu merk-
ingar. Lýsingarorð með viðskeytunum -ig- og -ug- merkja ýmist ‘þakinn,
ataður X’, eins og grösugur og blóðugur, eða ‘gæddur X’, eins og kröftugur og
dygðugur (sjá Gunnlaug Ingólfsson 1979:45—46). Viðskeytið -ig-/-ug- í
hvorgi, hvorugur hefur hvoruga merkinguna. Kannski er ekki líklegt að við-
skeyti með svo sérhæfða merkingu eða merkingar hafi auðveldlega borist í
beygingu orðs eins og hvorgi.
Nú má spyrja hvort viðskeytið í beygingu fornafnsins hvorgi kunni upp-
haflega að hafa fengið myndina -ig- af einhverri annarri ástæðu en fyrir áhrif
"ig-lýsingarorða. í 3.3 kom fram að sætaskiptin hefðu að líkindum orðið fýrr
í fleirtölu og í 4.5 var rætt um ástæður þess; fleirtala er sjaldgæfari en eintala
°g því næmari fyrir breytingum. Það er því eðlilegast að beina sjónum að
fleirtölu í leit að upphafi breytingarinnar. í 4-2 var fjallað um hvernig sæta-
skiptin kynnu að hafa atvikast og þar var nefnt að sætaskiptin hefðu vænt-
anlega verið nokkuð auðveld hljóðfræðilega í nf.kk.ft.: *hvor-ir-gi -* hvor-ig-ir-,
nýja myndin er lík þeirri gömlu og sömu sérhljóð koma fram í sömu röð.
Ekki er ólíklegt að sætaskipti hafi fyrst orðið þar sem hljóðfræðileg skilyrði
voru heppOeg. Giska mætti á að þróunin í nf.kk.ft. hafi verið u.þ.b. svona:
(7) *hvor-ir-gi Upphafleg orðmynd.
> *hvor-i(r)-gi r í beygingarendingu veiklast.
> *hvor-i-gi r í beygingarendingu fellur brott.
-* *hvor-ig-i i-hljóð gömlu beygingarendingarinnar er túlkað sem
sérhljóð nýs viðskeytis, -ig-.
-* hvor-ig-ir i-hljóðið í gamla henglinum -gi verður að sérhljóði
beygingarendingarinnar, r bætist við í bakstöðu og
beygingarendingin -ir er komin á hefðbundinn stað.
Breytingu er lokið.
híú er ekki víst að þróunin hafi verið nákvæmlega svona og kannski voru
vnillistigin ekki svona mörg, en þróunin kann að hafa verið eitthvað á
þessa leið.^2 Hafi breytingin hafist á þessum stað í beygingunni, og með
132 Millistigin kunna reyndar alveg eins að hafa verið fleiri. Ef til vill var ;-ið úr gömlu
endingunni ekki túlkað sem hluti af nýju viðskeyti, -ig-, fyrr en eftir að ný beygingarending
hafði bæst við, Það mætti þannig einnig gera ráð fyrir millistiginu *hvor-i-g-ir (fýrra i-ið er
endingarleif ogg-ið er leif hengils), en það er ómögulegt að segja til um hvenær farið var að
bta á leifar gömlu endingarinnar og hengilsins (i-g-) sem eina heild.