Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 71
69
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
4-7 Afhverju fékk GI myndina -g- en ekki -ig- ípf.kk.et. viðs&taskiptin?
Við sætaskiptin fékk GI oftast myndina -ig- eins og komið hefur fram,
einnig á undan beygingarendingum sem hófust á sérhljóði (t.d. hvorigum
(þgf.ft.)). En eins og nefnt hefur verið er frá þessu undantekning. Algeng-
asta mynd þf.kk.et. í fornum ritum er hvomgan, og einnig kemur fyrir
myndin hvorgan. Engin traust dæmi eru um myndina *hvomigan í fornu
máli og myndin hvorigan er ung (sbr. 3.4). Ekki er því sennilegt að mynd-
irnar hvomgan og hvorgan séu styttingar úr *hvomigan og hvorigan. En
ef -g- er ekki stytting úr -ig-, hvernig er það þá til komið?
í 4.2 var nefnt að ný sætaskipan hefði ekki alltaf komið til með ná-
kvæmlega sama hætti. Stundum hefðu myndirnar orðið til við eðlilega
hljóðþróun, eins og stungið hefur verið upp á hér hvað varðar nf.kk.ft.
(*hvorir-gi -» hvorig-ir). í öðrum tilvikum hefði ný röð GI og beygingar-
endingar komið upp við áhrifsbreytingu, s.s. í *hvora-gi -» hvorig-a. Hér
verður gert ráð fýrir að sætaskipanin í myndinni hvomgan hafi (rétt eins
°g í nf.kk.ft.) orðið til við nokkuð eðlilega hljóðþróun. Þar hafi þetta
gerst:
(8) hvorn-gi -» *hvorn-gi-an > hvorn-g-an
Samkvæmt þessu bætist ný þolfallsending aftan við gömlu myndina
hvomgi. Gamla bakstöðusérhljóðið i fellur eðlilega brott á undan beygingar-
endingu sem hefst á sérhljóði (sbr. t.d. nafnorðið d&mi í þgf. og ef.ft.:
*d<zmi-um > d&mum, *d&mi-a > d&ma).135
Ef þetta er rétt ágiskun var um að ræða sjálfstæð sætaskipti í þf.kk.et.,
óháð sætaskiptunum í nf.kk.ft. sem gátu af sér viðskeytið -ig-, sem
dreifðist síðan víðar. Að lokum fór þó svo að þf.kk.et. tók upp viðskeyt-
ið -ig- því að myndin hvorigan kemur upp síðar (sjá 3.4). Þá er um að ræða
áhrifsbreytingu (útjöfnun), -g—» -ig-, en ekki eðlilega hljóðþróun eins og
þegar -g- kom fyrst fram í þf.kk.et., sbr. (8). Hljóðfræðilega eðlileg sæta-
skipti, óháð sætaskiptunum í nf.kk.ft., urðu víðar í beygingunni, sbr.
ef.et.kk. og hk., *hvors-ki -» hvor(s)ki-s, þar sem -ki- á nýjum stað hefur
alveg sömu hljóðmynd og hengillinn áður. Hljóðfræðilega eðlileg sæta-
því að *hvorír-gi hafði lakari stöðu en aðrar myndir, heldur einfaldlega af því að þar voru
hljóðfraeðileg skilyrði til breytingar heppileg. í beygingu fornafnsins hvorgi má segja að
..veikir hlekkir“ hafi verið alls staðar í beygingunni, allar myndir striddu gegn því sem venja
var í málinu, þ.e. allar myndir fornafnsins höfðu í öndverðu hengil aftan við beygingar-
endingu.
135 Ef útkoman úr (8) væri alveg hljóðrétt hefði hún reyndar orðið *hvomgjan.