Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 72
Katrín Axelsdóttir
70
skipti hefðu getað orðið mun víðar í beygingunni, t.d. í þf.kvk.et. *hvora-gi
-> *hvora-gi-a > *hvorag-a og þgf.ft. hvorun-gi -> *hvoru(n)gi-um > hvorug-
um. En þetta gerðist af einhverjum ástæðum ekki.
Hér hefur verið talað um hljóðfræðilega eðlileg sætaskipti í þf.kk.et.
og ef.et.kk. og hk. sem hafi orðið óháð sætaskiptunum í nf.kk.ft. (sem
einnig voru hljóðfræðilega eðlileg). Ekki er þó átt við að þetta séu ótengd-
ar breytingar. Allt eru þetta tilbrigði af hinu sama, breyttri röð GI og
beygingarendinga, en birtingarmynd GI er mismunandi.
4.8 Afhverju breiddist -ig- út en ekki -g- og -ki-?
Tvær af nýjum birtingarmyndum GI, -g- og -ki-, ná ekki að breiðast út,
ólíkt -ig-. Spyrja má um ástæður þess. Strengurinn -ig- í beygingu hvorgi
var samhljóða þekktu lýsingarorðaviðskeyti (sbr. -ig- í auðigs). Hið sama
á ekki við um -ki-. A hinn bóginn var -g-, rétt eins og -ig-, samhljóða
þekktu viðskeyti, hinni samandregnu mynd viðskeytisins -ig- (sbr. -g- í
auðgan). En -g- (í hvor(n)gan) kemur ekki til skjalanna ýkja snemma (sjá
t.d. mynd i)-, þess verður ekki vart fyrr en talsvert löngu eftir að -ig- hefur
náð að dreifa sér á ýmsa staði í beygingunni. Viðskeytið -ig- hafði þannig
forskot.136 Einnig kann að skipta máli að samdráttarreglan í lýsingarorða-
beygingunni fer að láta undan síga ekki mjög löngu eftir að -g- kemur
fyrst fram. Viðskeytismyndin -ig- verður æ algengari í lýsingarorðunum
og útbreiðsla -g- í beygingu fornafnsins hvorgi fær því engan stuðning úr
þeirri átt. Þetta gefur -ig- í beygingu hvorgi hins vegar byr undir báða
vængi og að lokum hefur -ig- rutt úr vegi afbrigðunum -ki- og -g-.
Hér er einnig vert að nefna að -ig- var líklega eina myndin sem hæg-
lega mátti túlka sem viðskeyti. Afbrigðin -g- og -ki- komu sjaldnast fram
næst rót (hvor-) heldur voru þau iðulega næst á eftir leifum gamalla beyg-
ingarendinga (hvomgan, hvorskis).137 Þessar leifar gamla hengilsins, -g- og
-ki-, voru kannski aldrei skynjaðar sem viðskeyti, þ.e. þetta hafa verið e.k.
óskilgreinanlegir hlutar af stofni, ásamt leifum gömlu beygingarending-
anna.
Rétt er að taka fram að vel má vera að það hafi ekki verið viðskeytið
-ig- sem breiddist út í beygingu fornafnsins hvorgi með áhrifsbreytingu
136 Rétt er að geta þess að de Leeuw van Weenen (2007:303) telur að hvorig-myndir
séu sprottnar af með hvorg-myndum, hvorg- sé því eldri stofn en hvoríg-. Ekki verður séð
að þetta sé stutt neinum rökum.
137 Að vísu gátu -g- og -ki- komið fram næst rót, sbr. myndirnar hvorgan og hvorkis, en
slíkar myndir virðast hafa verið sjaldgæfari en hvomgan og hvorskis.