Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 75
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
73
ust 146 dæmi, en það eru rúm 47% allra eintöludæma. Um nf./þf.hk.et.
fundust 80 dæmi en það eru 26% allra eintöludæma.145
4-io Afhverju kom myndin hvorkirt/hvorkert upp ogafhverju hvarfhún
aftur?
13-10.2 var fjallað um sérkennilega mynd sem fimm dæmi voru um frá 16.
°g 17. öld, hvorkirt/hvorkert (nf./þf.hk.et.). Eins og nefnt var áður minn-
ir þessi mynd óneitanlega á myndina ekkirt/ekkert sem kom fyrst upp á
fyrri hluta 16. aldar. Tímans vegna og formsins er trúlegt að þarna á milli
séu tengsl, að ekkirt/ekkert hafi verið fyrirmynd hvorkirt/hvorkert. Forveri
ekkirt/ekkert var myndin ekki, sem lifði áfram sem atviksorð eingöngu.146
Og sama gildir um forvera hvorkirt/hvorkert sem lifði áfram sem fyrri
liður fleygaðrar tengingar, hvorki... né, og mætti þar teljast atviksorð.147
í seðlasafni fornmálsorðabókarinnar í Kaupmannahöfn (ONP) eru
þrjú dæmi um norskar orðmyndir sem minna talsvert á myndina hvorhrt/
hvorkert:
(9) a. hafde han þa þær um huaatzskitt bref eder vittni (1389) (DN IV
1858:420)
b. hwarkit med lofwe eddar lane (1392) (DN III 1855:378)
c. j meinbughum hielper huatzkit festing æder bryllaups gerd (hdr.
frá um 1430) (Borgarþingslög, Kristinn réttur hinn nýi, Norges
gamlelove II 1848:300)
'lengli aftast hafi reynst svona lífseigar, hér virðist ekki vera sami þrýstingur og annars
staðar að bæta við beygingarendingu aftast. Hin mikla tíðni hlytur hér að vera aðalskýring-
ln- En það má þó hugsa sér fleiri skýringar. Þrýstingur á myndina hvorgi var kannski ekki
-■111af svo mikill. Hugsanlega var með tímanum farið að túlka hana sem hvorg-i, þ.e. með
nefnifallsendingunni -i í bakstöðu, sbr. þess-i og hvortvegg-i. (Þetta hefur þó varla gerst
mjög snemma því að stofninn hvorg- breiðist ekki út.) Og eins og nefnt var að framan hefur
myndin hvorki væntanlega haft mikinn stuðning af hinni algengu mynd ekki, sem var ríkj-
andi mynd fram á 16. öld í nf./þf.hk.et. í beygingu fornafnsins engi(nn).
145 Hér er miðað við dæmafjölda úr íslenskum ritum sem nefnd eru í viðauka, að frá-
töldum dæmum úr Ólafs sögu helga. Ef miðað er við öll dæmi, bæði í eintölu og fleirtölu,
er Elutur nf.kk.et. tæp 39% og nf./þf.hk.et. rúmt 21%.
146 Ekki lifir reyndar áfram sem fornafn í föstum samböndum á borð við allt kom fynr
ekki.
147 Staða hvorki sem fornafnsmyndar kann að hafa versnað í kjölfar þess að ekki fór að
þoka sem fornafnsmynd, sbr. 4.9. Hvorki hafði fram að því væntanlega stuðning af ekki,
sem var miklu algengari mynd en hvorki.