Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 77
75
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
í 4.2 var rætt hvernig sætaskiptin kynnu að hafa átt sér stað. Talið var
að beygingarendingar á undan hengli hefðu í sumum tilvikum veiklast. I
kjölfarið hefði nýjum beygingarendingum verið bætt við aftast. Þarna var
einnig nefnt að stundum hefðu sætaskipti líklega orðið með nokkuð
hljóðfræðilega eðlilegum hætti en stundum með áhrifsbreytingu (útjöfn-
un.)
í 4.3 var fjallað nánar um ástæður þess að röð beygingarendinga og GI
víxlaðist. Talið var að um væri að ræða áhrif hinnar ríkjandi raðar -E#
(ending í bakstöðu) í málinu. Það undirbjó hins vegar jarðveginn að staða
gömlu beygingarendinganna hafði versnað sem og staða hengilsins -gi
('fa) almennt.
í 4.4 var fjallað um hlutverk GI fyrr og nú, þ.e. sem hengils og sem
viðskeytis. Ekki var talið að sjálft hlutverk GI hefði breyst, aðeins staða
°g mynd. Þarna var einnig bent á að nú væri Gl á eðlilegri stað miðað við
bað hlutverk sem það hefði í fornafninu hvorgi, hvorugur. Loks var rætt
hvort -ug- væri raunverulegt viðskeyti í nútímamáli eða ósundurgreinan-
'egur hluti af stofninum hvorug-.
í 4.5 var fjallað um af hverju sætaskiptin hefðu að líkindum hafist fyrr
' fleirtölu en eintölu, og það skýrt með lægri tíðni mynda í fleirtölu.
í 4.6 var spurt af hverju hið nýja viðskeyti hefði yfirleitt fengið mynd-
ina -ig-t 0g ástæðan rakin til meints upphafs sætaskiptanna í nf.kk.ft. Þar
v°ru hljóðfræðileg skilyrði þannig að leif gamallar beygingarendingar (-2-)
°g leif hengils (-g-) mátti túlka sem viðskeyti, -ig-, sem breiddist svo út
rcteð áhrifsbreytingu. Samkvæmt þessu fékk fornafnið hvorgi viðskeytið -ig-
ekki vegna áhrifa frá -(sylýsingarorðum, þótt lýsingarorðin hefðu vissu-
lega haft áhrif síðar.
í 4-7 var fjallað um -g-, sem virðist hafa verið algengasta birtingarmynd
G/ eftir sætaskipti í þf.kk.et. (hvor(n)gan), en er varla þekkt annars staðar
í beygingunni. Giskað var á að þarna hefðu í öndverðu orðið hljóðfræði-
'ega eðlileg sætaskipti, óháð sætaskiptunum í nf.kk.ft. sem gátu af sér -ig-.
En viðskeytið -ig- nær þó að lokum að ryðja -g- úr vegi (rétt eins og -ki-
’ myndinni hvor(s)kis).
í 4-8 var rætt af hverju viðskeytið -ig- breiddist út í beygingu hvorgi en
ekki afbrigðin -g- og -ki-. Talið var að -ig- hefði haft ákveðið forskot. Enn
fremur væri ekki víst að -g- og -ki- hefðu nokkurn tima haft stöðu við-
skeytis og það valdið því að þessar leifar gamla hengilsins breiddust ekki
út.
í 4-9 var fjallað um áhrif -2g-/-«g-lýsingarorða á beygingu fornafnsins
hvorgi. Á þetta hafði verið minnst í ýmsum fyrri köflum en hér voru