Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 78
76
Katrín Axelsdóttir
helstu þræðir teknir saman. Giskað var á að áhrifa lýsingarorðanna hafi
fyrst farið að gæta að ráði þegar samdráttarreglan þar tekur að láta undan
síga. Þar með verða líkindin við beygingu fornafnsins hvorgi miklu meiri
en áður og þrýstingurinn á beygingu hvorgi eykst.
Loks var í 4.10 rætt um ástæður þess að hin sérkennilega orðmynd
hvorkirt/hvorkert kom upp. Helsta fyrirmyndin hefur væntanlega verið
myndin ekkirt/ekkert í beygingu fornafnsins engi(nn), sem kom fyrst fram
á fýrri hluta 16. aldar. Líkur voru taldar á að hvorkirt/hvorkert hefði komið
upp áður en hvorugur (hvorigur) tók við af myndinni hvorgi í karlkyni. En
þegar viðskeytið -ig-/-ug- færði enn út kvíarnar um og upp úr 1600 (hvor-
ugur, hvorigur) hefur myndin hvorkirt/hvorkert átt erfitt uppdráttar og því
horfið aftur.
5. Niðurlag
Hér hefur verið reynt að rekja og skýra beygingarþróun fornafnsins
hvorgi, hvorugur frá elstu heimildum til þess tíma þegar beyging nútíma-
máls tók við. Fornafnið er sjaldgæft og fleiri dæmi hefðu væntanlega gefið
nákvæmari mynd af því hvernig það þróaðist. En þrátt fyrir dæmafæð er
hægt að draga upp talsvert góða mynd af þróuninni. Samanburður við
beygingu fornafnanna hvergi ‘hver sem er’ og engin(nn) kom hér að
nokkru gagni. Tíðni einstakra mynda í beygingu hvorgi, hvorugur skýrði
enn fremur ýmislegt.
Breytingar á beygingunni eru miklar og segja má að hún hafi tekið
stakkaskiptum. I öndverðu var hengill, -gi (-ki), aftan við allar beygingar-
endingar en nú eru beygingarendingar í bakstöðu fyrir aftan arftaka heng-
ilsins. Það hafa því orðið sætaskipti myndana fyrir aftan rót.
Sums staðar í beygingunni veikluðust beygingarendingar snemma á
undan hengli og þær hurfu jafnvel alveg (s.s. *hvorutn-gi > hvorun-gi,
*hvorr-gi > hvorgi). I fornu máli eru dæmi um að hengillinn -gi (-ki) hafi
hengst á ýmis orð en úr þessari virkni dregur líklega snemma. Staða hans
í beygingu hvorgi hefur væntanlega versnað í kjölfarið. Upp kemur þörf
til að bæta við beygingarendingum, og þær koma aftast, á hefðbundinn
stað beygingarendinga í málinu. Giskað er á að þetta hafi gerst fyrr í fleir-
tölu en eintölu og sennilega allra fyrst þar sem hljóðfræðileg skilyrði voru
með heppilegasta móti, í nf.kk.ft.: *hvor-ir-gi > *hvor-i(r)-gi > *hvor-i-gi
-* *hvor-ig-i -> hvor-ig-ir. Þarna verður til við endurtúlkun viðskeyti, -ig->
sem dreifist síðan víðar. I elstu ritheimildum (um 1200) er dæmi utn
viðskeytið í nf.kk.ft. hvorig-ir (þar sem það kom upp á nokkuð hljóðfræði-