Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 79
77
Rýnt í sögu fomafnsins hvorgi, hvorugur
lega eðlilegan hátt, sbr. þróunina að ofan) og í ef.kvk.et. hvorig-rar (þar
sem það er komið við áhrifsbreytingu). í beygingu fornafnsins hvorgi
kemur þannig snemma upp skörun við -ig-lýsingarorð (s.s. auðigr). Sam-
svörunin er sums staðar fullkomin, t.d. í ef.kvk.et., hvorigrar (sbr. auðigr-
ar). Annars staðar er hún hins vegar ekki fullkomin, t.d. í nf.kk.ft., hvor-
ig-ir (sbr. auðg-ir) því að á elsta skeiði gilti samdráttarregla á undan sér-
hljóðum í þessum lýsingarorðum (auðigr, auðgan). Sums staðar í beyging-
unni komu upp við sætaskiptin önnur afbrigði en -ig-, þ.e. -g- og -ki-:
*hvors-ki -> hvor(s)-ki-s (mjög snemma), hvom-gi -> hvor(n)-g-an (13. öld).
Þau dreifðust hins vegar ekki eins og -ig- en lifðu nokkuð lengi áfram við
hlið -ig-% Þessi afbrigði komu einnig upp á nokkuð hljóðfræðilega eðlileg-
an hátt. Myndir með þessum afbrigðum eiga það sameiginlegt að beyg-
'ngarending getur birst tvisvar.
Samdráttarreglan sem gilti á elsta skeiði í -ig-/-ug-lýsingarorðum fer
a8 láta undan síga um 1300. Þar með verða líkindi fornafnsins hvorgi og
■'g-lýsingarorða meiri en áður (hvorigir, sbr. auðigir). í kjölfarið verða
hreytingar á ýmsum stöðum í beygingu hvorgi sem felast í enn meiri lík-
'ndum við beygingu -ig-lýsingarorða (og nú einnig -wg-lýsingarorða) en
aður. Elst þessara yngri breytinga virðist vera hvor(n)gan -> hvorigan, sem
hefst e.t.v. um miðja 15. öld, en aðrar breytingar virðast hefjast á 16. öld.
hvor(s)kis (hvorgis) -> hvorugs (hvorigs), hvorgi -> hvorugur (hvorigur), hvorh
hvorugt (hvorigt). í lýsingarorðunum vék viðskeytið -ig- fyrir -ug- og hið
Sama tók að gerast í beygingu hvorgi og um svipað leyti, á 16. öld.
Allt hneig þannig í þá átt að líkindi hvorgi og lýsingarorðanna jukust.
Ein ung breyting fer þó í aðra átt en að mynstri -(g-/-wg-lýsingarorða. Það
er breytingin hvorki -> hvorkirt/hvorkert; þarna virðist fornafnsmyndin
cklart/ekkert helst vera fyrirmynd. Þessi breyting gekk til baka og var
e-t-v. mállýskubundin á Norðurlandi. Á18. öld var fornafnið orðið eins og
' nútímamáli, hvorugur, með þeirri undantekningu að ein mynd með
Neimur sýnilegum beygingarendingum (þolfallsmyndin hvomugan) lifði
afram sem austlenskt mállýskueinkenni allt fram á 20. öld.
Síðustu myndirnar sem véku fyrir nýjum myndum voru hvorgi (nf.kk.
et-) og hvorki (nf./þf.hk.et.) sem tíðkuðust fram um 1600. Þessar mynd-
'r höfðu öldum saman verið án beygingarendingar og haft hengil næst rót.
Það kann að þykja undarlegt að þær létu ekki undan síga fyrr. En þetta
skýrist líklega af hárri tíðni; þetta voru langalgengustu myndirnar í beyg-
lngunni og viðnám þeirra gagnvart breytingum því mikið.
Eins og fram hefur komið er meginbreytingin á beygingu hvorgi, hvor-
ugur fólgin í nýrri sætaskipan myndana á eftir rót. Önnur meginbreyting