Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 80
78
Katrín Axelsdóttir
er auðvitað upptaka -ig-/-ug- í beygingunni. Þessar breytingar hefjast
báðar snemma (e.t.v. á 12. öld) og þeim lýkur að mestu á sama tíma, um
og upp úr 1600. Þessar breytingar tengjast en þetta eru samt sem áður
tvær breytingar. Breytingar á borð við *hvors-ki -> hvor(s)kis og hvorki -+
hvorkirt eru liðir í fyrrnefndu breytingunni en ekki þeirri síðarnefndu.
Þótt hér hafi margt borið á góma varðandi fornafnið hvorgi, hvorugur
er þessi umfjöllun ekki tæmandi. Það hefur t.d. ekkert verið rætt um
myndina hvorgin (þ.e. hvárgin) sem nefnd er í orða- og málfræðibókum
um fornmál, en þetta virðist vera norsk mynd. Ekki hefur heldur verið
minnst á notkun fornafnsins, t.d. hina gagnverkandi notkun þess. Fram
eftir öldum var töluvert algengt að nota hvorgi í sambandi við fornafnið
annar (t.d. hvorigir vissu til annarra) en þessi notkun er fátíð í nútímamáli
að því er virðist. Hvorannar er yfirleitt talið sérstakt fornafn og hið sama
mætti vitaskuld gilda um hvorgiannar (hvorugur annar).
VIBAUKI
Greinargerð um rit sem könnuð voru í 3. kafla, útgáfur og dæmaleit.
eddukvæbi. Dæma var leitað í lestrarútgáfum eddukvæða og þau svo borin saman við ljós-
prent af Konungsbók eddukvæða (GKS 2350 410, um 1270) (Hándskriftet Nr. 2365 4W
gl. kgl. Samling 1891). Eitt kvæði utan Konungsbókar var haft með, Grottasöngur í
Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367 4to, um 1300-1350). Dæmið var borið saman
við mynd af handritinu.
dróttkvæði. Dæma var leitað í Den norsk-islandske skjaldedigtningB, I—II 1912-1915 og
þau borin saman við Den norsk-islandske skjaldedigtning A, I—II 1912—1915.
fyrsta málfræbiritgerðin. Samin á 12. öld en varðveitt í handriti frá 14. öld. Stuðst var
við The First Grammatical Treatise 1972.
elstu handrit íslensk. Sjá nmgr. 14.
díalógar gregoríusar. Dæma var leitað í Leifum fomra kristinna frœda íslenzkra: Codex
Ama-Magnœanus 677 4to. Handritið er frá um 1200—1225 en ritið sjálft er frá 12. öld.
elstu handrit norsk. Stuðst var við Ordforrádet i de eldste norske hándskrifter til ca. 1250
1955. Staðirnir voru bornir saman við útgáfur og handrit.
jómsvíkinga saga. Sjá Katrínu Axelsdóttur 2005:161.
grágás. Sjá Katrínu Axelsdóttur 2005:161.
snorra-edda. Eignuð Snorra Sturlusyni (1178 eða 1179-1241). Stuðst var við orðaskrá
Uppsala-Eddu, Snorre Sturlassons Edda. Uppsala-handskriften DG 11 II 1977. Hand-
ritið er talið frá um 1300—1325.
heimskringla. Eignuð Snorra Sturlusyni (1178 eða 1179—1241). Dæma (í lausamáli) var
leitað í Islensku textasafni og þau svo borin saman við útgáfu Finns Jónssonar (Heims-
kringla I—IV 1893-1901). Sú útgáfa byggist einkum á texta glataðs handrits, Kringlu.
Hann hefur geymst í áreiðanlegum afskriftum, beygingarmyndum virðist t.d. lítið
hafa verið breytt (Jprgensen 2007:289-311). Kringla er talin skrifuð 1258-1264.