Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Qupperneq 81
Rýnt í sögu fornafnsins hvorgi, hvorugur 79
Tölurnar úr Heimskringlu í töflum miðast við textann hjá Finni, en ef í lesbrigðasafni
hans er einnig að finna annars konar myndir er þess getið á hverjum stað.
ólafs saga helga hin sérstaka. Eignuð Snorra Sturlusyni (1178 eða 1179-1241). Snorri
mun hafa samið hina sérstöku Ólafs sögu áður en hann samdi Heimskringlu. Ólafs
saga helga í Heimskringlu byggist því á þeirri sögu. Dæma var leitað með því að bera
dæmi i Ölafs sögu helga í Heimskringlu saman við samsvarandi staði í Den store saga
om Olav deti hellige 11941. Handrit megintextans í þeirri útgáfu, Holm perg 2 4to, er
frá um 1250—1300. Sagan er hér höfð til samanburðar við Heimskringlutexta og tölur
úr henni ekki með í töflum né tölum um heildarfjölda dæma.
sturlunga. Samtíðarsögur frá 13. öld. Dæma (í lausamáli) var leitað í íslensku textasafni og
þau svo borin saman við Sturlunga sögu I—II 1906—1911. Meginhandritin, Króks-
fjarðarbók (AM 122 a fol) og Reykjafjarðarbók (AM 122 b fol), eru frá síðari hluta 14.
aldar (um 1350—1370 og um 1375—1400), en i útgáfunni eru einnig notuð ýmis yngri
handrit. Texti ungra handrita er iðulega með samræmdri stafsetningu í útgáfunni og
dæmi því ótraustari. í töflum er dæmum því skipt í dæmi úr 14. aldar handritum og
17- aldar handritum.
Jarnsíba. Sjá Katrinu Axelsdóttur 2005:162.
Iónsbók. Arftaki Járnsíðu, lögtekin 1281. Stuðst var við orðaskrá Fix 1984. Orðaskráin
byggist á Jónsbók 1904, þar sem AM 351 fol, (Skálholtsbók eldri), liggur til grundvall-
ar. Dæmin í orðaskránni voru borin saman við Jónsbók 1904- Sá samanburður leiddi
stundum til annarrar greiningar en í orðaskránni. Einnig var í útgáfunni litið á les-
brigði úr öðrum handritum. AM 351 fol hefur verið tímasett til um 1360 (Jónsbók
l9°4:xh) og síðar til um 1360—1400 (Ordbog over det norróne prosasprog: Registre
1989:442).
ALexanders saga. Brandur Jónsson ábóti þýddi, líklega veturinn 1262—1263. Dæma var
leitað i tölvuskjali og þau svo borin saman við útgáfu Finns Jónssonar (Alexanders saga
1925) on þar er AM 519 a 4to frá um 1280 lagt til grundvallar.150 Hliðsjón var enn
fremur höfð af orðaskrá um söguna (Alexanders saga 2009).
möðruvallabók, am 132 fol. Sjá Katrínu Axelsdóttur 2005:162.
fOrnaldarsögur NORÐURLANDA. Sögurnar eru ritaðar á 13.-15- öld og tímasetningar
stundum mjög óvissar. Handrit eru frá ýmsum tímum, frá um 1300 til 18. aldar.
Dæmin sem liggja til grundvallar töflum í þessari grein eru i Gautreks sögu, Göngu-
Hrólfs sögu, Hálfdanar sögu Brönufóstra, Hervarar sögu og Heiðreks, Hrólfs sögu
kraka, Ketils sögu hængs, Örvar-Odds sögu, Sörla sögu sterka, Sturlaugs sögu starf-
sama, Völsunga sögu, Þorsteins sögu Víkingssonar og Yngvars sögu víðförla. Dæma
(í lausamáli) var leitað i íslensku textasafni og þau svo borin saman við traustar útgáf-
ur eða handrit. Stuðst var við Die Gautrekssaga in zwei Fassungen 1900. Um aðrar
útgáfur og handrit, sjá Katrínu Axelsdóttur 2005:163.
Liddarasögur. Sjá Katrínu Axelsdóttur 2005:163.
■slensk frumbréf. Sjá Katrínu Axelsdóttur 2007:19.
ieykjahólabók, holm perg 3 fol. Sjá Katrínu Axelsdóttur 2005:163.
n^Ja testamenti odds gottskálkssonar. Stuðst var við orðstöðulykil Orðabókar Há-
skólans (www.arnastofnun.is) og það sem fannst borið saman við Malid a Nýja testa-
150 Tölvuskjalið er í eigu Gunnlaugs Ingólfssonar og þakka ég honum fyrir afnot af því.