Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 106
104 Margrét Jónsdóttir
e. Óneitanlega er það nokkuð mikil kröfuharka hjá köppunum í
hægra armi Sjálfstfl. (althingi.is)
Dæmin eiga það nánast öll sameiginlegt að alltaf er verið að ræða í heild
eða að hluta um líkama manns eða dýrs, jafnt i eiginlegri sem óeiginlegri
merkingu.32 Þetta eru orð eins og t.d. armur, armleggur, fótur, handleggur
og v&ngur.'ft
Það er vel þekkt, sbr. einnig Campbell (1999:240), að líkamshlutaorð
hafa jafnframt orðið örnefni; raunar talar Campbell um staðaryrðingar
(e. locative constructions).34 Athyglisvert gæti verið að bera saman orðið
hdtll sem samnafn og sérnafn. Bæjarnafnið Hœll er þekkt í þremur sveit-
um landsins.35 Enda þótt engin dæmi séu um bæjarnafn með orðunum
htzgri og vinstri þá er ekki við öðru að búast en það beygðist að fornum sið
stæði það með sérnafni eins og t.d. Hall. Það sama á þá við um sömu orð
með samnafninu hœ.11 enda hafa fundist um slík pör tvö dæmi.
(i7)a ... tylla þunga í vinstra hæl sökum verkja (haestirettur.is)
b. Tylla vinstra hæl (á VF) í gólf skáhallt fram til vinstri (front-
page.simnet.is)
I báðum heimildunum koma orðin oft við sögu og alltaf beygð skv. nú-
tímamálsbeygingu nema í þau tvö skipti sem sýnd eru í (17). Beygingin er
því örugglega ríkulegri en sú sem sýnd er í B-dálki töflu 7, styttri fóturinn,
þar sem ekki er víst að möguleikinn sé nema einn.
3.5 fyrri,tx.ðri
Dæmi eru um beygt miðstig hjá lýsingarorðunum fyrrí og <zðrí með
ýmsum karlkynsorðum í eintölu. Þau eru úr textasafni Orðabókar
Háskólans og eru öll úr gömlum textum, úr biblíumáli, þjóðsögum og
lögum. Eitt dæmi (frá Torfhildi Þ. Hólm) er um aðri, þ.e. aðra, og úr rit-
málssafni er annað (frá Laxness). í textasafninu er dæmi (úr bloggi) um
32 Frá þessu verður þó að nefna þá undantekingu að fjölmörg dæmi, nánast öll úr eldn
ritum, eru um hœgra veg. Þar sem vegur er karlkynsorð, hér í þolfalii, er hdtgra gömul beyg'
ing.
33 Það virðist vera algengt að nota orð um líkamann á þennan hátt, sbr. líka t.d. dönsku
(venstre side/vingerí), ensku (left wing/side) og þýsku (linke Seite, linker Fliigel).
34 Þorleifur Hauksson og Þórir Óskarsson (1994:158) geta þess að orð eins og borrí
ftntur og fjallsöxl séu dæmi um orð sem notuð eru myndhverft.
35 Þetta má sjá i bæjatali á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
www.arnastofnun.is.