Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 109
Fom miðstigsbeyging í nútímamáli 107
4* Sérnöfn, líkamshlutaorð og orð um sifjar í ljósi fræðikenninga
4-i Sérstaða örnefna
Nefnifall er algengasta fall samnafna. í íslensku er það ómarkað, sbr. t.d.
Eirík Rögnvaldsson 1990:63—65; það staðfesta tíðnitölur í íslenski 1 01
tiðnibók (1991:1156—1157) svo að ekki verður um villst. Samkvæmt þessu
er nefnifallið grunnmynd, sbr. Kurylowicz 1968:75. En þar sem örnefni
eru ekki samnöfn er ekki skrýtið að hegðun þeirra skuli á margan hátt
Vera önnur eins og fram kemur m.a. hjá Haraldi Bernharðssyni
2o°4:28-32.37 í þessu sambandi er vert að fylgja dæmi Haralds og vísa til
0rða Manczaks (1958:388-401) sem segir að sé sama orðið notað bæði
Sem samnafn og örnefni varðveiti þau föll örnefnisins sem tákna dvöl á
stað eða hreyfingu frá stað fornlegri myndir en aðrar fallmyndir og sam-
svarandi samnafn. Þetta mátti sjá í (9a) í 3-1 * þágufallinu Hóli af Hóll
andspænis hól-0 af hóll, sbr. einnig fjórða lögmál Kuryiowicz.
Manczak gerir ráð fyrir því að áhrifsbreytingar gangi í aðra átt hjá
samnöfnum en örnefnum/sérnöfnum enda hafi staðarfall fremur áhrif á
önnur föll innan eins og sama beygingardæmis en öfugt. Þessu lýsii hann
1 einni „tilhneiginga“ sinna (nr. 9). Séu íslensk örnefni skoðuð með tilliti
tíðni falla þá sýnir íslensk orðtíðnibók (1991:1156—1157) eftiifarandi
uiðurstöður:
J^NTALA
Nefnifall 10,4%
þolfall 16,4%
þágufall 56,2%
^EIGNARFALL 17,1%
Tafla 9; Tíðni falla örnefna í ís-
lenskri orðtíðnibók.
Þágufallið er greinilega langalgeng-
asta fall örnefnanna.38 í ljósi tíðnitalna
ætti það því að hafa mest áhrif; það er
hið ómarkaða fall enda hefur það
mesta orðasafnsstyrkinn (e. lexical
strength), sbr. Bybee 1985:117. í ljósi
þess sem rakið hefur verið og með
vísun til Tiersma (1982:843) um sér-
mörkun fallmynda eftir merking-
arsviðum, byggða á tíðni og mörkun,
þetta þýðir jafn-
131 a þH líta svo á að þágufall sé grunnmynd örnefna. En
ramt að örnefnin eru mest notuð í forsetningarliðum.
37 Það skal tekið fram að hér í 4.1 er verið að ræða ýmislegt það sama og Haraldur
Bernharðsson (2004:28-32) gerir í grein sinni um áhrifsbreytingar í nokkrum fleirtolu-
0rnefnum; einnig er vísað til margra sömu fræðimanna og rita og hann nefnir.
Sömu skoðanir er víðar að finna. T.d. segir Haspelmath (2002.243) að orð sem
ni stað séu algengari í staðarfalli en nefnifalli. Staðarorðin séu þannig í andstöðu vi
°nnur nafnorð.