Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 112
lio
Margrét Jónsdóttir
brennum í andliti. Nefnifallið er sjaldgæft, m.a. vegna þess að umrædd orð
eru aldrei gerendur í málfræðilegum skilningi þess orðs. Segja má að lík-
amshlutaorðin líkist örnefnunum með því að vísa til staðar.
4.3 Orð um sifjar
I (14) í 3.3 eru dæmi um sifjaorð með beygðum miðstigum lýsingarorð-
anna eldri ogyngri. Onnur miðstigsorð sem væntanlega væru notuð með
sifjaorðum eru t.d. minni og st&rri. I öllum tilvikum geta áðurnefnd orð
beygst á fornan hátt með karlkynsorðum, sbr. t.d. eldra bróður (i4a—b).
En oftast haga þau sér á sama hátt og önnur miðstigsorð, sbr. eldri ogyngri
bróður.
I 4.2 var lítillega minnst á setningarlega sérstöðu líkamshlutaorðanna.
En þau orð og sifjaorðin eiga ýmislegt sameiginlegt. Báðir hóparnir eru í
„varanlegu sambandi" svo að notað sé orðalag Crofts sem vitnað var til í
3.3. Það þýðir m.a. að umrædd orð eru „merkingarlega bundin“ í þeim
skilningi að þau standa aldrei ein heldur eru þau föst þannig að þau bind-
ast alltaf „eiganda" sínum með öðru orði eða undanfara í setningu.
4.4 Samantekt
Þau nafnorð (í karlkyni eintölu) og miðstig lýsingarorða sem hér hafa
verið til umræðu eru þessi:
NAFNORÐAFLOKKAR MIÐSTIG
eiginnöfn eldri,yngri, minni, stóírri
örnefni minni, starri-, eystri o.fl. áttaorð
líkamshlutaorð hagri, vinstri-, Iminni, starri
sifjaorð eldri,yngri, minni, stœrri
önnur orð fyrri, œðri
Tafla 11: Nafnorðin, flokkuð eftir merkingu, og miðstigsorðin sem með
þeim standa.
Eins og sjá má eru miðstigsorðin örfá. Og það sem meira er: Með flokk-
unum eru ákveðin líkindi. Sömu orðin eru með eiginnöfnum og sifjaorð-
unum annars vegar og með örnefnunum og orðum yfir líkamshluta hins
vegar enda sé þá gert ráð fýrir því að áttaorðin í miðstigi og orðin hœgri og
vinstri merki öll stefnu.