Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 141
Til vamar hljóðkerfisreglu
139
2• Um muninn á hljóðkerfis- og hljóðbeygingarreglu
Fjölmörg hljóðferli finnast í íslensku allt frá hljóðskiptum í sterkum
sögnum (bíta—beit—bitum—bitið), til hljóðbeygingarreglna eins og z'-hljóð-
varps sem eru takmarkaðar af ákveðnum beygingarformdeildum (tölu,
falli, tíð, hætti o.s.frv.), hljóðkerfisreglna sem eru takmarkaðar af ákveðn-
urn orðgerðum (beygingu, afleiddum orðum og samsettum orðum), sbr.
framgómun eða lokhljóðun á undan n og I, og hljóðkerfisreglna sem
ekki virðast lúta neinum slíkum takmörkunum, sbr. nefhljóðasamlaganir
ýmiss konar. Hér verður sjónum beint að muninum á hljóðkerfisreglu
annars vegar og hljóðbeygingarreglu hins vegar.
Venjan er að segja sem svo að hægt sé að lýsa hljóðkerfisreglu með því
að vísa eingöngu til hljóðþátta og til myndan- og orðaskila. Eiríkur
Rögnvaldsson hefur orðað það svo (1984:50; 1993:35):
Hljóðkerfisreglur vísa aðeins til aðgreinandi þátta hljóðanna í
strengnum sem þeim er beitt á, svo og til myndanskila (- og +) og
orðaskila (#). Þær geta ekki vísað til ákveðinna beygingarformdeilda
(falla, tíða, beygingarflokka o.s.frv.), né heldur einstakra myndana eða
orða.
Skilgreining Eiríks þjónar ágætlega sínum tilgangi hér þó margt hafi
breyst í þessum fræðum síðustu áratugina. Handhægt er að lýsa w-hljóð-
Varpinu með hljóðþáttum eingöngu: það frammælir og kringir upp-
m®lta sérhljóðið /a/ ef á eftir fer frammælta og kringda sérhljóðið /u/.
Sama á við um allar þær hljóðkerfisreglur sem fjallað verður um í 4. kafla.
^eglan er því hljóðfræðilega eðlileg og í raun er hún nokkurs konar sam-
'ögunarregla: eitt hljóð (þ.e. /u/) gerir annað hljóð (þ.e. /af) líkara sér
með því að „breyta“ hljóðþáttum þess til samræmis við sig. Þetta má sjá
með því að skoða þá hljóðþætti sem breytast og valda breytingunni í þeirri
bltölulega hefðbundnu framsetningu sem er sýnd í (1). Þar eru samlög-
unarþættirnir feitletraðir, en að öðru leyti er framsetningin sniðin eftir
ftamsetningu Eiríks Rögnvaldssonar (1993:78):
V ->■ [-uppm., +kringt] /_____CQ V
+uppm. -uppm.
-kringt +kringt
+fjarl. -fjarl.
Ur þessu má lesa á eftirfarandi hátt: Sérhljóð sem er uppmælt, ókringt og
fjarlægt (þ.e. /a/) verður frammælt og kringt (þ.e. /ö/) á undan sérhljóði