Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 143
Til vamar hljóðkerfisreglu
141
(3)a. /ó/
b. /a/
c- /u, o/
d. /ú/
/æ/ menntaskóli ~ menntskæl-ingur
/e/ blanda ~ blend-ingur, ísland ~ íslend-ingur
/i/ (stafs.jy) fugl ~ fygl-ingur,3 hrollur ~ hryll-ingur
/í/ (stafs.j/)úfinn ~ ýf-ingur
Ekki er alltaf augljóst hvaða grunnorð liggur að baki -ÍKg-orðunum í víxl-
Unum, t.d. í dæmum eins og spakur ~ spekingur, góður ~ g&ðingur og torf ~
tyrf-mgur. Þar gæti eins verið um að ræða orðin speki, gaði og tyrfa og því
ekki um /’-hljóðvarpsvíxl í sjálfu -ing-orðinu að ræða. Erfitt er að segja til
um hversu algeng þessi víxl eru í orðmyndun, þ.e. hvort þau séu „stirðn-
uð ‘ eða virk að einhverju leyti. Það er að nokkru ókannað mál. Samkvæmt
Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru hins vegar mörg af orðunum í (3)
Þegar til í málinu á 16. öld. En nú skulum við snúa okkur aftur að u-
hljóðvarpinu og eðli þess.
3- Hvað er svona merkilegt við w-hljóðvarpið?
báar hljóðreglur hafi fengið eins ítarlega umfjöllun gegnum tíðina og u-
bljóðvarpið. Allt frá því Eiríkur Rögnvaldsson (1981) birti grein sína hafa
öðru hverju sprottið upp umræður um eðli þess, þ.e. hvort það sé hljóð-
kerfisregla að sumu eða öllu leyti eða eitthvað annað og um þetta hefur
Verið þráttað víða (sjá t.d. Eirík Rögnvaldsson 2006:4i).4 Einkum hefur
áhuginn beinst að hinu tvískipta eðli hljóðvarpsins. Að hluta til er hljóð-
varpið augljóslega hljóðbeygingarregla sbr. kafla 2, t.d. í víxlunum band ~
^ónd þar sem hljóðvarpið skilur að eintölu og fleirtölu. Þar er engan hljóð-
varpsvald að finna og menn gera ekki ágreining út af þessu. Að hluta til
er hljóðvarpið svo regla sem virðist valda því að í stað /a/ kemur /ö/ á
reglulegan hátt ef /u/ fer í næsta atkvæði á eftir.
beir sem hafa dregið virkni hljóðvarpsins í efa hafa tínt til ýmsar
Undantekningar frá reglunni og spurningin er þá sú hvort túlka megi þær
þannig að ekki sé um virka hljóðkerfisreglu að ræða. Þetta eru þá undan-
rekningar eins og akur, kaktus og dal-ur sem eru án /ö/ þótt /u/ fari þar
1 n«sta atkvæði á eftir /a/. Hljóðvarpsleysi í orðum eins og akur og kakt-
Us hefur verið skýrt þannig að hljóðvarpið verki ekki þar sem /a/og /u/
standi innan sama myndans. Slíkar undantekningar á virkni hljóðkerfis-
3 Orð notað yfir þann sem sígur í fuglabjörg, sigmann, sjá Ritmálsskrá OH.
4 Eins og þeir RIA og SK benda á í grein sinni (2009:167^) nær fræðilega umræðan
«-hljóðvarp í íslensku nútímamáli reyndar lengra aftur en til 1981 þótt grein Eiríks frá
þv:
1 ari hafi hleypt lífi í hana á íslenskum vettvangi.