Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 146
144
Þorsteinn G. Indriðason
sérhljóðsbrottfallsins sem áður var nefnt. I (8) er yfirlit yfir þessar regl-
ur, sagt í stuttu máli hvað þær gera og gefin dæmi:6
(8)a. aðblástur breytir /pp, tt, kk/ í [hp, ht, hk] (verkar líka í hljóðasam-
böndunum /p, t, k/ + /1, m, n/): s&t-sóitt
b. framgómun framgómar uppgómmælt lokhljóð og önghljóð á
undan frammæltum ókringdum sérhljóðum og /j/: vaka ~ vaki
c. lokhljóðun á undan n og l breytir önghljóðunum /f/ og /v/ í [p]
og [k] á undan /1/ og /n/: hefill ~ heflar [hcplar], saga ~ sagna
[sakna ]
d. d-innskot skýtur inn /d/ [t] á milli /r/ annars vegar og /1, n/ hins
vegar: ferill ~ ferlar [fertlar], farinn ~ farnir [fartmr]
e. frálíking breytir /11/ í /dl/ [tl] og /nn/ í /dn/ [tn] á eftir tilteknum
áherslusérhljóðum: sal ~ sœlli [saitli], fín ~ fínni [fitm]
f. sérhljóðsbrottfall fellir brott áherslulaust sérhljóð úr stofni á undan
öðru sérhljóði: himin-ar -* himnar
Meginatriðið hér er að reglurnar í (8) verka ekki allsstaðar þar sem uffl'
hverfi þeirra er fyrir hendi. Það sést best af eftirfarandi töflu frá Þorsteim
G. Indriðasyni (1994:128). Hér er birtur sá hluti töflunnar sem tengist
reglunum í (8) og w-hljóðvarpinu bætt við til samanburðar:
innan rót+ stofn+ no+ rót+ sams. milb
myndans vsk.1 b.end greinir vsk.II orð orða
a. aðblástur + + + + - - -
b. framgómun + + + + - - -
c. lokhljóðun - + + + - - -
d. (/-innskot + + + + - - -
e. frálíking - * + * - - -
f. sérhljóðsbrottfall - + + - * - -
g. M-hljóðvarp - + + - * - -
Tafla 1: Virkni nokkurra hljóðkerfisreglna í íslensku
í þessari töflu merkir plúsinn að reglan verki í því umhverfi sem um ræðir
en mínusinn að hún geri það ekki. Stjarnan vísar til þess að umhverfið er
6 Þetta er nokkuð einfölduð lýsing á reglunum og umhverfi þeirra og auk þess er
eitthvað misjafnt eftir mállýsingum hvers eðlis þessar reglur eru taldar vera. Einhverjaf
þeirra hljóta þó að teljast hljóðkerfisreglur miðað við venjuleg viðmið um flokkun reglna
eins og nánar verður lýst síðar í þessum kafla.