Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 150
148
Þorsteinn G. Indriðason
Allar þessar reglur sýna mismunandi hegðun eftir því t.d. hvaða viðskeyti
á í hlut og sumar stundum þegar sama viðskeyti á í hlut, líkt og w-hljóð-
varpið á undan viðskeytinu -ug-. Þegar skoða á virkni M-hljóðvarpsins sér-
staklega verður að bera virkni þess saman við virkni annarra hljóðkerfis-
reglna og við kenningar um virkni hljóðkerfisreglna almennt og tengsl
hljóðkerfisreglna og orðhlutafræði. Þá kemur í ljós að orðmyndunarferlar
leggja talsverðar hömlur á virkni hljóðkerfisreglna. Þetta gildir um flestar
hljóðkerfisreglur í íslensku, ef undan eru skildar alvirkar hljóðkerfisreglur
eins og staðarsamlögun nefhljóða og önghljóðun nefhljóða. Og hljóðkerfis-
regla verður ekki að hljóðbeygingarreglu þó virknin takmarkist eitthvað.
Þar þarf meira að að koma til. Hvað sem öðru líður er erfitt að sjá fydr
sér lýsingu á hljóðbeygingarreglu sem verkaði bæði í beygingu og orð-
myndun. Að því leyti má segja að dæmin um i-hljóðvarp úr viðskeytinu
'ing- úr 2. kafla séu áhugaverð þó þar sé ekki um nýmyndanir að ræða.
Kannski er ástæða til þess að skoða nánar hvar skilin eru nákvæmlega
milli hljóðkerfisreglu og hljóðbeygingarreglu þó meginlínur séu skýrat
eins og hér hefur verið bent á.
HEIMILDIR
Eiríkur Rögnvaldsson. 1981. U-hljóðvarp og önnur a - ö víxl í nútímaíslensku. ísknskt trlál
3:25—58.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1983. Fáein orð um framgómun. lslensktmál 5:173—175.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1984. íslensk málfrœði. Hljóðkerfisfræði og beygingarfræði. Reyk)a'
vik.
Eiríkur Rögnvaldsson. 1993. íslensk hljóðherfisfr<sði. Málvísindastofnun Háskóla íslands,
Reykjavík.
Eiríkur Rögnvaldsson. 2006. M-hljóðvarpið afturgengið. Lesið í hljóði fyrir Kristján Árnctso’1
sextugan 26. desember 2006, bls. 41—45. Menningar- og minningarsjóður Mette
Magnussen, Reykjavík.
Indriði Gíslason og Höskuldur Þráinsson. 2000. Handbók um íslenskan framburð- 2'
útgáfa. Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Islands, Reykjavík.
Jón Axel Harðarson. 2002. Hvað tekur við eftir dauðann? Um u-hljóðvarp í íslenzku-
Óprentaður fyrirlestur, fluttur á Rask-ráðstefnu 27. janúar 2001.
Kristín Bjarnadóttir. 1996. Afleiðsla og samsetning ígeneratífri málfraði oggreining á íslertsk
um gögnum. Ritgerð til kandídatsprófs í íslenskri málfræði, Háskóla íslands,
Reykjavík.
Kristján Árnason. 1985. Morphology, Phonology and u-umlaut in Modern Icelandic. Ed
mund Gussmann (ritstj.): Phono-Morphology. Studiesin the interaction of Phonology a'u
Morphology, bls. 9-23. Catholic University of Lublin, Lublin.
Kristján Árnason. 2005. Hljóð. Handbók um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. íslensk tung3
I. Meðhöfundur Jörgen Pind. Almenna bókafélagið, Reykjavík.