Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 155
GUÐRÚN KVARAN
Tvö gömul orðasöfn
l> Inngangur
^ fyrsta hefti af Opuscula gaf Jón Helgason (1960:271—299), prófessor í
Kaupmannahöfn, út fimm gömul orðasöfn frá 18. og 19. öld. Þessi söfn
eru:
(Ú Nockur Islendska málsinnz Ord: sem ei eru tijdkud um allt landed.
Anno 1705.
(2) Lyted agrip af Mallisku Medallandz Manna.
Ö) En ordsamling fra Vestfjordene. (Án titils.)
(4) Nófn á Islendskum Skipum.
(á) En ordsamling af Rasmus Rask. (Án titils.)
p...
)°gur fyrstu söfnin eru varðveitt í handritinu AM 22Óa 8vo en hið
firnmta í Add. 6270 4to með öðrum uppskriftum sem Rasmus Kristján
Rask lét eftir sig. Öll eru þessi orðasöfn áhugaverð, hvert á sinn hátt,
Pegar litið er til sögu íslensks orðaforða og útbreiðslu einstakra orða. Þótt
°rðasöfnin hafi verið notuð í íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals
Ú920—24) hefur útbreiðsla og notkun orðanna, sem í handritunum eru,
ekki verið skoðuð sérstaklega.
Hér á eftir verður litið í tvö orðasafnanna, það sem merkt er (1) og
/jgnað er séra Einari Bjarnasyni, og það sem merkt er (5) og Rasmus
r'stján Rask safnaði til. Rúm öld leið á milli þess að þau voru skráð.
uunin er að kanna elstu heimildir og hvort söfnun Orðabókar Háskól-
aus úr mæltu máli hafi stutt eða bætt við þær upplýsingar sem fram koma
fyndritunum tveimur. Ekki er unnt að taka með öll orðin í söfnunum.
11 þess eru þau of mörg. En ég hef valið úr tólf orð úr fyrra safninu og
^nttugu úr þVj síðara. Þau verða borin að Ritmálsskrá Orðabókar
askólans (Rm), talmálssafni Orðabókar Háskólans (Tm), orðabókar-
andriti Jóns Ólafssonar úr Grunnavík (JÓlGrv), orðabók Björns Hall-
^.nfssonar frá 1814 (BH), orðabók Sigfúsar Blöndals frá 1920-1924 (Bl),
S. e,lskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (ÁBIM) frá 1989, en
einuig formálsorðabók Johans Fritzners þar sem ástæða er til (Fr). Þá
Verður vasabókum Björns M. Ólsens (BMÓ) flett í leit að staðbundnum
nsktinál^2 (2010), 153—174. ©2010 íslemka málfrdiðifélagið, Ríykjavik