Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 160
i58
Guðrún Kvaran
kvenhöfuðfat. BH (103) hefur orðið einnig og gefur merkinguna ‘calan'
tica erectior, hvidt linnet opstaaende Fruentimmersæt af det stprre Slags’-
Þá merkingu hefur B1 einnig en auk þess ‘(pils) Skört’ og merkir hana
Austfjörðum og Einari Bjarnasyni. Hann bætir síðan við ‘spec. kort Skört
og merkir Árnessýslu.
I Tm eru allnokkrar heimildir um orðið dentur í merkingunni ‘stutt
pils, mjög stuttur kjóll’ og eru þær víða að af Suðurlandi. Sýnir það að
orðið hefur verið vel lifandi staðbundið í málinu að minnsta kosti frá þvl
um 1700. Ein heimild er einnig úr Suður-Múlasýslu. Annars staðar
virðist orðið ekki notað (Guðrún Kvaran 2003:152).
ÁBIM (111) gefur margar skýringar og merkir enga þeirra sem stað-
bundna. Hann giskar á að hin ýmsu merkingartilbrigði, þar á meðal fald-
og pilsmerkingarnar, hafi líklegast æxlast af merkingunni ‘dingla, slást til •
5. „fFón, þad afftasta a fisk Spórde.“ Jón úr Grunnavík strikaði yfir skýt'
ingu Einars og skrifaði í staðinn: „allt þad utasta og þynsta á fisksporde
edr ugga.“ Er það nokkuð sérkennilegt því að Einar er að lýsa því sem
hann þekkir og hugsanlega einnig heimildarmaðurinn sem krossinn á við-
I Rm eru engin dæmi með sömu skýringu og þeirri sem þeir Einar og J°n
nefna. Elsta dæmið þar er úr orðabókinni Specimen Lexici Runici frá 1650:
Faun, Pinna juxta maxillam piscium & cetorum.
Árni Magnússon ritar um fanir sem tálkn í hákarli:
Faner talkn i hakalle. eru raudar og meir enn þverhpnd á leingd, 1
þeim.
Flest önnur dæmi um fanir tengjast hákarlsskurði. JÓlGrv hefur orðið
sem flettu og skýrir það ‘branchiæ piscium’, þ.e. tálkn í fiski. BH (l5®
hefur merkinguna ‘lamina cornea, sev branchia balœnœ, Hvalfiskegjelter’ og
ein þeirra merkinga sem B1 (231) gefur er ‘(þanir) Samlingen af Finnes
(fiskehales) Straaler’ en merkir notkunina ekki sem staðbundna. Ekkei'1
dæmi fannst í Tm og hefur því vísast ekki verið spurst fyrir um orðið-
/ f ^ 1 1 5i
ABIM (222) setur ekki aldur við flettuna en gefur merkinguna ‘tálknblao;
fiður á fjöðurstaf; húðfit milli uggageisla’.
6. „tgálmast: sem fer vr synu lage, eda mistekst.“ í Rm eru nokkur dæm1
um miðmyndinagd/míWt í þeirri merkingu sem fram kemur hjá Einari 0g
eru þau elstu frá síðasta þriðjungi 17. aldar. JÓlGrv hefur sögnina gdltna
sem flettu og vísar þar í orðabók Guðmundar Andréssonar frá 1683.