Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 166
164
Guðrún Kvaran
þess að geta heimildar. Afati hefur B1 einnig og skrifar sem skýringu:
‘Vantrivning (om Dyr og overf. om Mennesker)’. Hann merkir orðið
Árnessýslu og hefur þá heimild úr vasabók BMÓ (nr. VII).
I Tm eru allmargar heimildir um orðið afv&li og eru þær allar nema ein
af Vesturlandi og Vestfjörðum. Þetta eina dæmi er úr Vestur-Húnavatns-
sýslu. Orðið er einkum sagt notað um vesaldarlega skepnu, einkum lamb,
og krakka sem þrífst illa.
ÁBIM (6) aldursmerkir orðið með „(nísl.)“. Ekki er alltaf ljóst við hvað
hann á þar sem hann setur þessa merkingu oft við orð sem heimildir eru uffl
frá því snemma á 19. öld en notar þó einnig víða „19. öld“. Líklegast er að
hann eigi hér við heimildina frá Rask. Hann telur orðmyndina til orðna við
ranga atkvæðaskiptingu, upphaflega myndin sé *afzli, þ.e. af-v&li < af'#h-
ÁBIM merkir af&li einnig „(nísl.)“ og styðst þar hugsanlega við eina heim'
ild í Tm frá Vestfjörðum. Heimildir um af&li eru ekki í Rm. Orðið afati
hefur ÁBIM ekki í fyrrgreindri merkingu en ein heimild er í Rm um merk'
inguna ‘vanþrif. Dæmið um mann&lí í Finnboga sögu er: „Gestr hafði ú
mesta kvánríki, því at hón ... var mannæli mikit ok veslingr“ (Fr 2:647)-
2. „lótaska, v. tindabickia (se B.H.) smá skata, tindaskata." í Rm erU
nokkur dæmi um orðið. Hið elsta þeirra er úr Fiskafr&ði Jóns Ólafssonar
úr Grunnavík: „Tindabikkja, eða tindaskata, öðru nafni lótaska, er srna'
skata“ (2007:46). Þótt Jón noti orðið í Fiskafræðinni er það ekki að finna
í orðabókarhandriti hans. Aðrar heimildir, sem unnt er að staðsetja, benda
til Vesturlands. T.d. vísar Lúðvík Kristjánsson (1985:356) í dagbók Finn'
boga Bernódussonar frá 1960 en Finnbogi er frá Bolungarvík.
Rask vísar í orðabók BH en hlýtur að eiga við orðið tindabikkja (484)
þar sem lótaska er ekki fletta. B1 (512) hefur lótösku sem flettu og merkn'
Vestfjörðum en getur ekki heimildar.
í Tm eru nokkur dæmi um lótösku og virðast þau sem eiga við tinda'
bikkjuna vestfirsk. Á Suðurlandi þekkist orðið notað um hægferðuga
manneskju og jafnvel sem skammaryrði um mann og er líklegt að sn
merking sé yngri og afleidd.
ÁBIM hefur elst dæmi frá 18. öld og er það vafalítið frá Jóni úr Grunna
vík. Hann tengir fýrri lið orðsins við fuglsheitið ló ‘heiðlóa’ og telur a
lótaska og einnig lóskata séu eins konar fegrunarheiti á tindabikkjunni-
3. „manél, n. Manér f.O. (máti, háttr).“ í Rm er heimildin frá Rask sett
undir manél í stað manel. Engin heimild er um manel og Rask er el0a
heimildin þar um manél. Hvorki BH né B1 hafa orðið sem flettu.