Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 168
i66
Guðrún Kvaran
Húnavatnssýslu. ÁBIM (957) hefur elst dæmi frá 17. öld og styðst þar
hugsanlega við viðbót BH (1992).
3.2.2 Orð frá Austurlandi
Tíu orð voru valin af Austurlandi: flaia, fóna, hríma, lumpri, pialaka, skufsh
slyppa, snorka, spiara, togandi.
6. „flæia, f. kélda (Hunkj. til flói).“ I Rm eru aðeins þrjár heimildir og
tvær þeirra í þessari merkingu. Önnur er úr orðabókarhandriti Hallgríms
Schevings í Lbs. 283-285 4*0 (Guðrún Kvaran 2008) og tengir hann fl&)u
karlkynsorðinu flói eins og Rask. Hin er úr ljóðmælum Gísla Brynjólfs'
sonar frá 1891 og er ekki alveg ljóst hvað hann á við. JÓlGrv hefur orðið
ekki í safni sínu og ekki er það heldur hjá BH. B1 gefur merkinguna
‘Sump’, merkir hana Austfjörðum en getur ekki heimildar. Engin heimild
var í Tm og því erfitt að staðfesta staðbundna notkun.
ÁBIM (197) tekur óbeint undir skýringu þeirra Rasks og Hallgrims-
Hann telur upprunann ekki fullljósan en tengir orðið helst sögninni að
flóa í merkingunni ‘renna, streyma’ en undir þá flettu setur hann einnig
nafnorðið flói ‘stór fjörður; mýrlendi’.
7. „ad fóna sér einhvöriu o: kroppa, hnupla.“ Skýringin ‘kroppa’ er hér lík'
legast í merkingunni ‘hnupla’. í Rm er eina heimildin um þá merkingu fr;)
Rask. JÓlGrv hefur orðið ekki í safni sínu og sama er að segja um BH-j
B1 (210) er fóna sér merkt tveimur landshlutum, Suðurlandi í merkingunm
‘opnaa ved Tiggeri, tiltigge sig’ og Austfjörðum í merkingunni ‘(hnupla)
rapse’.
í Tm eru allnokkur dæmi frá Austur- og Suðausturlandi. Af þerrn
virðist mega draga þá ályktun að merkingin ‘sníkja, kvabba sér e-ð út se
algengari í Skaftafellssýslum en ‘hnupla, taka ófrjálsri hendi’ í MúL'
sýslum. Kemur það heim við athugasemdir Ásgeirs.
ÁBIM (200) telur sagnarsambandið að fóna sér líklegast eiga rætur *
dönsku og bendir þar á nafnorðið fon í danskri mállýsku í merkingunn1
‘smágjöf, t.d. matargjöf, fórnargjöf.
8. „ad hríma skure, rense Kjedler, Gryder ell. desl. for Sod, som sætter slS
paa dem af Ilden og kaldes kol v. kolahrím, n.“ Elsta heimild um sögm03
að hríma er frá Rask og er hún um leið hin eina í þeirri merkingu sel1)
hann skráði. Önnur dæmi eru um frosthrím. JÓlGrv hefur sögnina ekk1