Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 170
i68
Guðrún Kvaran
e-u saman af vanefnum’, pjalaka við ‘dytta við’ og pjalakast með e-ð
‘burðast með e-ð (til óþæginda)’. Flest dæmin eru af Austur- og Suð-
austurlandi en fáein einnig úr Arnessýslu. Hvergi kom fram merkingin
‘betla’ sem Rask skráði hjá sér heldur er fremur vísað til sjálfsbjargar-
viðleitni þeirra sem lítið höfðu.
ÁBIM (713) telur upprunann óljósan. Fjölmargar víxlmyndir bendi til
að um ummyndun erlends orðs sé að ræða. Þeim bollaleggingum verður
sleppt hér þar sem þær segja ekkert um þá mynd sem Rask skrifaði hja
sér.
11. „skufsinn skrattinn. J.St. skriver Skubsinn.“ Rask er eina heimild í R111
um orðið og JÓlGrv nefnir það ekki og ekki er það í orðabók BH. Bh
(744) merkir orðið ekki sem staðbundið en segir að það sé notað urn
skrattann í talmáli. í Tm eru fáein dæmi sem rekja má til Austur- og Suð-
austurlands og er merkingin alls staðar ‘skrattinn’ og orðið notað til að
draga úr áhrifum blóts.
ÁBIM (872) hefur elst dæmi frá um 1800 og er það líklega það sem
skrifað var upp úr handriti Rasks. Hann tengir það nafnorðunum skufsa
‘ullardrusla, tuska; torfusnepill; vofa; leiðindakerling ...’ og skúfur ‘dúsk'
ur, skott á peysufatahúfu ...’ og bendir á að skrattinn hafi átt að hafa skott.
Skufsa sem niðrandi orð um kerlingu eða krakka er vel þekkt, einkum uit>
norðanvert landið.
12. „slyppa o: stutt hempa er ogsæ kaldet úlpa f.A. (af sloppr).“ Fáeinar
heimildir eru í Rm og þær elstu frá miðri 16. öld. Virðist um einhvers
konar yfirhöfn að ræða. JÓlGrv hefur orðið í handriti sínu, skýrir þa^
„vestis longa et demissa", þ.e. um síða flík og tengir það við slopp eins 0g
Rask. Orðið hefur ekki verið algengt og í Tm er aðeins ein húnversk
heimild. BH hefur það ekki en B1 (753) gefur merkinguna ‘Talar, Messe'
sæk; (stutthempa) kort prestekjole’ og merkir Austfjörðum. ÁBIM teng'
ir slyppu orðinu sloppur eins og Rask og síðar Bl.
13. „snorka, f. þegar áfredar eru f.n. storka (vid. B.H.)“.
heimildin í Rm um orðið snorka. JÓlGrv hefur sem flettu
snorkinn ‘snerktur et snorkinn, adj. partic. rugosus’, þ.e. hrukkóttur, en
um snorkinn hefur Rm aðeins eina heimild úr Nucleus latinitatis frá 173^
(Jón Árnason 1994:293) sem þýðingu á latneska orðinu scabritia. E>n
merking Jóns Árnasonar við lýsingarorðið scaber er einnig ‘snorkmn •
Tilvísun Rasks til BH á við storku en BH (455) hefur ekki snorku, aðems
Rask er eina
lýsingarorði