Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 171
Tvö gömtil orðasöfn 169
lýsingarorðið snorkinn í merkingunni ‘rugosus, rynket’. B1 (768) hefur
snorku í merkingunni ‘{storka) störknet Masse (navnlig om Græsstraa, der
er omsluttede af frossen T0sne\ Skýringin er merkt Árnessýslu, Borgar-
firði og Austur-Skaftafellssýslu þannig að hann hefur heimildir víðar að
en frá Rask. Sama er að segja um heimildir í Tm. Þær eru allmargar og úr
öllum landshlutum.
Um snorku í merkingunni ‘storka, e-ð storkið og hrjúft eða skorpu-
kennt; frosin snjóskán’ hefur ÁBIM (920) elst dæmi frá 18. öld og er Rask
líklegast heimild hans.
H- „ad spiara sig 1) klæda sig 2) siá um sig, være paaholden. Rask hefur
skráð hjá sér tvær merkingar sagnarinnar. Um fýrri merkinguna á Rm
a^eins dæmi Rasks og annað frá Steingrími Jónssyni biskupi frá svipuð-
Urn tíma; „Eydís farðu að spiara þig-“ Hin merkingin er algengari en þó
tekur Hallgrímur Scheving fram í orðabókarhandriti sínu að hún sé sunn-
lensk:
Spjara sig = beita sér með eitthvað. Flóam. Spjaraðu þig = stattu þig!
kíann hefur því ekki þekkt hana úr eigin máli. JÓlGrv hefur sögnina ekki
Sern flettu í orðabókarhandriti sínu og sama er að segja um BH. B1 (780)
kefur heimild sína úr handrit Rasks og merkir Austfjörðum. í Tm var
ekki heimild um þessa merkingu.
ÁBIM hefur sögnina ekki í orðsifjabókinni. Búast hefði mátt við fyrri
nierkingunni undir nafnorðinu spjör ‘flík, tuska, fataleppur ...’ og dæmi
Urn síðari merkinguna finnast í Rm a.m.k. frá miðri 19. öld.
a5- „togandi, m. en lang Vej, ellers toga, f.“ Rask er eina heimildin í Rm
b®ði um nafnorðið togandi og kvenkynsorðið toga um dágóðan spöl.
Oóið er ekki fletta hjá JÓlGrv. BH hefur það ekki heldur sem flettu en
(861) merkir karlkynsorðið togandi Kjalarnesi en kvenkynsorðið toga
Breiðdal.
iTmer einn seðill með upplýsingum úr Strandasýslu um lýsingarhátt-
Inn togandi: „Það er togandi að labba þetta“, en um nafnorðin voru engar
berrnildir. Hefur því líklegast ekki verið spurst fýrir um það.
ÁBIM (1050) hefur kvenkynsorðið toga ‘drjúglöng leið, drjúgur spöl-
Ur sem flettu og setur við hana aldursmerkinguna 19. öld. Undir henni
nefur hann nafngerða lýsingarháttinn togandi. Bæði orðin tengir hann
s°gninni toga ‘draga, teygja ...’ eins og eðlilegt er.