Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 172
Guðrún Kvaran
170
3.2.3 Orð frá Norðurlandi
Orð frá Norðurlandi eru bríla, gmnvidri, offeria, purka, púta.
16. „bríla þoka.“ í Rm eru tvær heimildir um brílu með -í- og er hin eldri fra
Rask. Aftur á móti eru fjórar heimildir um brýlu með -ý- en aðeins ein fra
17. öld, í kvæði eftir Jón Guðmundsson lærða, er í þeirri merkingu sem
Rask gefur. Hinar eru í merkingunni ‘þráakennd fita; ódaunn’. JÓlGrv
hefur ekki þekkt sögnina. BH hefur orðið ekki en það er fletta hjá B1 án þess
að það sé merkt ákveðnum landshluta. I Tm var ein heimild undir bríla og
lýsti heimildarmaður úr Suður-Þingeyjarsýslu merkingunni þannig:
lifrar eða slorúrgangur sem maurildaði af þegar frá leið og lýsti mikið
í myrkri.
Fjórar heimildir voru skráðar með -ý-. Tvær voru af Austurlandi um fitu'
klístur, ein úr Biskustungum um fýlu og hin fjórða úr Suður-Þingeyjar-
sýslu einnig um fitu eða óhreinindi. ÁBIM (87) hefur elst dæmi frá 17. öld
og styðst þar við Rm. Hann gefur merkinguna ‘þráakennd fita; ódaunn,
bræla; þoka, vindur með rigningu og dimmviðri’. Orðið tengir hann helst
nafnorðinu btýja ‘brækjukennd fita, brýla’ sem hann merkir sem stað-
bundið. í Tm eru engar heimildir um þá merkingu og virðist því ekki hafa
verið grennslast fyrir um orðið.
17. „grænvidri fiúkhríd.“ Heimild Rasks er hin eina í Rm og ekki hefur
JÓlGrv þekkt orðið. BH hefur orðið ekki sem flettu en B1 (277) merkit
orðið Norðurlandi og hefur heimild sína frá Rask. í Tm er ein heimild
sem svar við spurningalista sem Oskar Bandle sendi fyrir nokkrum ára-
tugum til heimildarmanna víða um land í samvinnu við Þjóðháttadeild
Þjóðminjasafns með orðum sem tengjast veðurfari. Ein heimild barst
honum af Vesturlandi um gmnviðri í merkingunni ‘hraglandi’. Orðið er
líklegast ekki vel þekkt í mæltu máli en ekkert bendir til að spurst hafi
verið um það í þáttunum um íslenskt mál. ÁBIM hefur orðið ekki sern
flettu þar sem hann fjallar sjaldan um samsetningar.
18. „mig offeriar 0: þad géngr yfir mig, eg er hlessa“. Heimild Rasks er
hin eina í Rm og JÓlGrv hefur ekki þekkt sögnina. BH hefur sögnina
ekki heldur sem flettu en hún er hjá B1 (591) án þess að ákveðins lands'
hluta sé getið. í Tm voru níu heimildir, þar af sjö af Norðurlandi, ein af
norðanverðu Austurlandi og ein úr Vestur-ísafjarðarsýslu og er það þvl
ekki bundið Norðurlandi. Ymist var orðasambandið mig eða mér offerjar'