Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 173
Tvögömul orðasöfn 171
ÁBIM (685) hefur offerja sem undirflettu undir sögninni offara sem í
eldra máli merkti ‘hlaupa á sig, villast’. Hann nefnir ekki aldur við offerja
en gefur sambandið e-n offerjar ‘e-m blöskrar’ og hefur það að öllum lík-
indum frá Rask þótt hann breyti merkingarskýringunni lítillega. Hann
fjallar ekki um sögnina sérstaklega en vísar almennt í forskeyti of- og
sögnina að fara.
19- „hann purkar ecki fyrir þad o:“ Hér vantar skýringuna hjá Rask en
sama orðasamband finnst í Rm frá Árna Magnússyni:
[purka] Ecki purka eg fýrer þad. aliis um þad. o: ecki sie eg i þad. Jeg
skiötter icke der om, passer icke der paa.“
°g einnig í aðeins eldri heimild frá Guðmundi Andréssyni um að purka
um e-ð:
so þeim vorkynnist, þott þeir hafe purkad vrh pappijrinn, ad vera so
fipltaladir ondverdliga j dominum.
JÓlGrv hefur sögnina að purka í orðabókarhandriti sínu og telur hana
ilþýðumál:
plebeja vox, curare, vel ob reverentiam vires vel authoritatem alicujus
ab incæpto desistere.... sic dicunt, at purka ei fyrir þad, illud non cur-
are, at purka ei fyrir mann, aliqvem insuper habere.
hefur sögnina ekki sem flettu en hún er hjá B1 án þess að hann merki
hana sérstökum landshluta. í Tm eru aðeins tvö dæmi um sögnina.
Önnur er í merkingunni ‘sofa’ og er hún af Vestfjörðum. Hin er úr
Suður-Múlasýslu um sambandið purka um e-ð og er merkingin sögð fást
e-ð’.
ÁBIM (730) hefur elstu heimild um sögnina frá 17. öld eins og Rm.
Hann gefur einnig orðasambandið að purka um e-ð láta e-ð á sig fá en
®kki að purka fyrir e-ð. Hann giskar á að upphafleg merking hafi verið
erta, nudda, særa’ og vísar því til stuðnings í gamla dönsku purke og
s*nska mállýsku porka, purka ‘smánudda, dútla’.
„púta, f. en Sadel uden Sadelbue.“ Fyrir utan heimildina frá Rask er
a^eins ein fremur ung í Rm:
hnakkarnir [voru] mestu pútur.