Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 180
17»
Höskuldur Þráinsson
Á næstu árum hélt Joan áfram að skrifa um setningagerð, einkum um
orðaröð, eyður og uppfyllingu þeirra, með vaxandi áherslu á norræn mál-
Þannig héldu Joan og Annie Zaenen áfram að klappa svipaðan stein og
áður í grein um germanska orðaröð og svonefndar yfirborðshömlur (e-
surface filters), sem þá voru nokkuð fyrirferðarmiklar í umræðunni
(i98ia), og sama ár birtu Joan, Annie og sænski málfræðingurinn Elisabet
Engdahl grein um sérstaka gerð fornafna sem eru notuð til eyðufylling'
ar, ef svo má segja (e. resumptive pronouns, sjá i98ib). Dæmi um áður-
nefnda tilhneigingu Joan til að synda á móti þeim straumi í fræðunum
sem sumir vilja kalla meginstraum má svo finna í grein sem hún og
Annie Zaenen skrifuðu (1982) um fyrirbæri sem margir hafa viljað lýsa
með færslum (e. extraction phenomená) en þær stöllur voru að gera tilraun
með annars konar lýsingu.
Frá svipuðum tíma er líka forvitnileg samanburðargrein sem J°an
skrifaði með Annie Zaenen, breska málfræðingnum George N. Clements
og Iranum Jim McCloskey (1982). Þar fjalla þau um tiltekna gerð setm
ingafræðilegra reglna sem gera má ráð fyrir að skili sínu í reglukerfinu þott
þess sjái kannski engan stað á yfirborðinu (e. string-vacous rule application)-
Þar er íslenska ekki bara borin saman við hið fjarskylda mál írsku heldui
líka Afríkumálið kikuyu, enda láta málvísindamenn sér ekkert mannleg1
mál óviðkomandi!
Áhrif þeirra greina sem hér voru nefndar eru kannski einkum tvenns
konar. í fyrsta lagi höfðu þær almenn fræðileg áhrif, að hluta til sem ando
gegn því sem Chomsky og nánustu fylgismenn hans héldu fram á þessum
tíma, enda tengdust sumar þessara greina frekar þeim kenningakerfum
innan málkunnáttufræðinnar (e. generative grammar) sem ekki gerðu ta
fyrir færslum liða í setningafræði, svo sem GPSG (e. generalized phrdse
structuregrammar) og LFG (e. lexical functionalgrammar). í öðru lagi attu
þessar greinar þátt í því að koma íslensku og öðrum norrænum málum>
einkum norsku og sænsku, inn í hina almennu fræðilegu umræðu um mál
vísindi, einkum innan germanskrar setningafræði. Hins vegar hafa þessal
greinar haft minni áhrif en mörg önnur verk Joan á það sem íslenskir setn
ingafræðingar hafa fengist við eða á hugmyndir um eðli íslenskrar setu
ingagerðar.
Þótt þessar fyrstu greinar Joan um frumlagseyður og leiðir til að í)'1
þær hafi kannski ekki í sjálfu sér haft mikil áhrif á viðfangsefni íslenskra
setningafræðinga sýna þær að á þessum árum (þ.e. upp úr 1980) er hun
byrjuð að fást við spurningu sem skýtur upp kollinum aftur og aftur
gegnum ferilinn. Hana má orða svo: