Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Blaðsíða 181
179
Joan Maling og íslensk málvísindi
(5) Hvenær þarf/má/er ekki hægt að nota merkingarlausa fornafnið það
eða samsvaranir þess í öðrum málum (det, der, er, het, es, therehve-
nær má nota eitthvað annað í staðinn, hvenær má/verður plássið að
vera autt og hvað getur þetta allt saman sagt okkur um eðli setninga-
gerðar?
Meðal setningagerða sem hafa komið við sögu í þessari glímu má nefna
eftirfarandi (stjarna fyrir framan tiltekið orð merkir að það sé ótækt í
þessu samhengi og % fyrir framan setningu merkir að aðeins sumir mál-
n°tendur sætti sig við þessa setningagerð):2
(6)a. Það sat fugl á þakinu.
b. Á þakinu sat (*það) fugl.
c. Það var hrint tveim strákum í tjörnina.
d. I tjörnina var (*það) hrint tveim strákum.
e- Hverjum var (*það) hrint í tjörnina?
f- Það er ýmislegt sagt um hann.
g- Honum er sama [hvað (*það) er sagt um hann].
h- Honum er sama [hvað sagt er um hann].
x- Það verða skoðaðir miðar við innganginn.
)• %Það verður skoðað miða við innganginn.
k. %Skoðað verður miða við innganginn.
^umt af þessu hefur Joan athugað með samanburði við önnur norræn mál,
t,ci. hollensku, eins og áður var nefnt, eða sænsku (sjá 19873, 1988). í
öðrum tilvikum er um að ræða sérstæðari setningagerðir sem eiga sér færri
iðstæður í nágrannamálunum, eins og við komum að síðar (sjá kafla 3.3
°S 3-4 hér á eftir, sbr. líka t.d. 1980 og 200ic).
Loks má geta þess að eyður fyrir frumlög, eða ósögð fornöfn, eru
reyndar vinsælt rannsóknarefni meðal málfræðinga, enda gilda ólíkar regl-
Ur' tungumálum heimsins um þetta fyrirbæri. Slíkar eyður koma ekki eins
fyrir í íslensku og ýmsum öðrum málum, t.d. ítölsku og spænsku, en
P° má finna athyglisverð dæmi um þetta, t.d. í nokkurs konar skilaboða-
(t.d. í póstkortum, símskeytum eða SMS-skilaboðum), fyrirsögnum
aða og mataruppskriftum. Sumt af þessu hefur Joan skoðað með Hall-
0ri Ármanni Sigurðssyni (sjá t.d. 2007, 20o8a). Hér er átt við atriði eins
°§ þessi til dæmis:
/ Þetta síðasta á við (6k) til dæmis, en sú setning mun hafa verið á auglýsingu í and-
ri Háskólabíós fyrir nokkrum misserum.