Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 187
Joan Maling og íslensk málvísindi 185
um íslenskt eða germanskt fallakerfi heldur koma þar óskyld mál eins og
finnska og þó einkum kóreska við sögu.
Fallagreinum Joan má í grófum dráttum skipta í tvennt. I fyrri flokkn-
um eru greinar um fall almennt og samspil þess við mynd (germynd, þol-
mynd, miðmynd), merkingarhlutverk (gerandi, þolandi ...) og setningar-
hlutverk (frumlag, andlag ...). Áðurnefndar greinar um fall og þolmynd eru
dæmi um þetta (sjá m.a. (iy)-(i8) hér á undan og greinar sem þar er vísað til.
Ein þekktasta greinin er þó sú sem samstarfsfólk hennar við Brandeis-
háskóla, Moira Yip og Ray Jackendoff, sömdu í félagi við hana (19870, sbr.
líka 20080). Þau Moira og Ray fást annars einkum við hljóðkerfisfræði og
merkingarfræði, enda má segja að áhrif frá þeim sviðum málfræðinnar séu
nokkuð augljós í þessari grein. Meðal þeirra spurninga sem þau glímdu við
er sú hvernig á því stendur að nefnifallsandlög finnast því aðeins í íslensku
að frumlagið sé í þágufalli, þ.e. í dæmum á borð við þessi:
(22) a. Mér(þgf.) leiðist þessi bók(nf.).
b. Þeim(þgf.) hefur víst ekki líkað íbúðin(nf.).
I greininni stinga höfundar upp á skemmtilegri leið til að skýra þetta. í
ljósi þeirrar skýringar kemur á óvart að í færeysku skuli þolfallsandlag
finnast með sögnum sem taka með sér þágufallsfrumlag (sjá (23a)), en það
er þó reyndar alveg sama fallamynstur og kemur fram í íslensku í tengsl-
um við svonefnda þágufallshneigð eða þágufallssýki (sjá (230)):
(23) a. Mær(þgf.) dámar ikki bókina(þf.). (fær.)
‘Mér líkar bókin ekki.’
b. Mér(þgf.) vantar peninga(þf-).
Annars er oftast vitnað til þessarar greinar í tengslum við þá aðgreiningu
sem þar er gerð á svokölluðu formgerðarfalli (e. structural case) og orða-
safinsfalli (e. lexical case), en þar er hugmyndin í stórum dráttum sú að
formgerðarfall frumlags sé nefnifall og formgerðarfall andlags sé þolfall.
Önnur föll, svo sem aukaföll á frumlagi og þágufall á andlagi, séu orða-
safnsföll. Þetta má líka orða svo að nefnifall sé það fall sem er sjálfgefið eða
hlutlaust þegar frumlag á í hlut og þolfall þegar andlag á í hlut. Önnur föll
á frumlagi og andlagi ráðist af merkingu þeirra sagna sem í hlut eiga og séu
á þann hátt tengd orðasafninu. Þetta á síðan m.a. að endurspeglast í þeim
mun á varðveislu þolfalls og þágufalls í þolmynd sem vakin var athygli á í
(17) hér á undan.
Grein sem Joan skrifaði með bandaríska málfræðingnum Rex Sprouse
(i995a) um fall sagnfyllinga er líka af þessum meiði. Þar reyna þau m.a. að