Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Side 188
i86
Höskuldur Þráinsson
skýra þá staðreynd að stundum lítur út fyrir að sagnfylling lagi sig að falli
orðsins sem hún stendur með:
(24) a. Haraldur(nf.) er kennari(nf.).
b. Ég tel Harald(þf.) vera kennara(þf.).
c. Haraldur(nf.) er talinn vera kennari(nf.).
I greininni eru íslenskar sagnfyllingar m.a. bornar saman við enskar, frís-
neskar, danskar, norskar, sænskar og þýskar. Loks má nefna að grein sem
Joan skrifaði um samband falls almennt við merkingu og setningarhlut-
verk (200ia) fellur líka í þennan almenna flokk.
I hinum flokknum eru svo greinar sem fela í sér nánari athugun á ein-
stökum tilvikum (um þær væri við hæfi að nota enska orðalagið case stU'
diesl), þ.e. athuganir þar sem megináherslan er á ákveðna tegund falls í til-
teknu máli. Grein sem Joan skrifaði með Jóhannesi Gísla Jónssyni um
einkenni nefnifallsandlaga í íslensku er af þessu tagi (19950), svo og
greinar um föll í finnsku, kóresku (samdar í félagi við ýmsa kóreska mál-
vísindamenn) og fleiri málum. Gagnlegust fyrir íslenska málfræðinga er
þó kannski yfirlitsgrein Joan um þágufallsandlög í íslensku (2002d). Þar
vekur hún m.a. athygli á því að í íslensku taka býsna margar sagnir þágu-
fallsandlag, hlutfallslega mun fleiri en í þýsku til dæmis, þótt þágufall lin
tiltölulega góðu lífi í því máli líka eins og kunnugt er. Síðan freistar Joan
þess að flokka eftir merkingu þær sagnir sem taka þágufallsandlag 1
íslensku og kemst lengra í því en menn höfðu áður talið gerlegt. Hér er
hvorki rúm né ástæða til að rekja þessa flokkun, en nefna má nokkra flokka
til gamans:
(25) a. „hjálparsagnir": hjálpa e-m, liðsinna e-m, hjúkra e-m
b. skynjandasagnir: greiða e-m, hlýja e-m, strjúka e-m, þvo e-m
c. „útferðarsagnir": gubba e-u, spúa e-u, ðda e-u, skíta e-u
d. hreyfingarsagnir: fleygja e-u, henda e-u, sparka e-u, velta e-u
Eins og jafnan er samanburður við önnur mál forvitnilegur og sumir þess-
ara flokka eru þekktir úr öðrum málum sem hafa svipað fallakerfi. Þannig
kemur flokkur (253) við sögu í þýsku og færeysku til dæmis. Aftur á móti
taka sagnir úr flokki (25d) yfirleitt þolfall í færeysku. í öðrum tilvikum er
hægt að finna áhugaverð lágmarkspör í íslensku, sbr. að sögnin þvo tekur
þágufallsandlag ef það er skynjandi lífvera en ekki ef það er dauður hlutur
(sbr. þvo bílinn/*bílnum) og svipað er að segja um strjúka (sbr. strjúka kett-
inum (þgf.) og strjúka feldinn (þf.)).
Greinar Joan um þessi efni hafa haft veruleg áhrif á alþjóðlega umræðu