Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 191
189
Joan Maling og íslensk. málvísindi
(1994—1995). Meðan hún var gistifræðimaður við Háskólann tók hún líka
þátt í dómnefndarstörfum við Heimspekideild Háskólans. Loks má nefna
að hún var kennari á norrænu setningafræðinámskeiði (sæ. forskarkurs) á
Flúðum sumarið 1985.
4-3 Ritstjóm
1 mis ritstjórnarstörf sem Joan hefur sinnt hafa líka skipt miklu máli fyrir
íslensk málvísindi. Þar ber fyrst að nefna bókina Modern Icelandic Syntax
sem hún ritstýrði með Annie Zaenen (1990). I þeirri bók voru 16 greinar
um ýmsa þætti íslenskrar setningagerðar og um helmingur þeirra var eftir
islenska setningafræðinga. Auk þess voru ítarlegar ritaskrár í bókinni um
setningafræði íslensks nútímamáls og fornmáls. Bókin var gefin út af virtu
forlagi og í þekktri ritröð og átti gríðarlega mikinn þátt í að vekja athygli
á íslensku og íslenskum málvísindum á alþjóðavettvangi.
Þá má nefna að Joan hefur setið í ritnefnd tímaritsins Islensktmál um
áratuga skeið og oft ritrýnt greinar á þeim vettvangi. Hún var líka um
langt skeið ritstjóri tímaritsins Natural Language and Linguistic Theory,
sem m.a. birti greinar um íslensku, og í ritstjórn ritraðarinnar Studies in
hJatural Language and Linguistic Theory í Hollandi (bókaforlögin Reidel og
síðar Kluwer, nú Springer). í þeirri ritröð komu m.a. út bækurnar Topics
Ó2 Scandinavian Syntax (ritstjórar Lars Hellan og Kirsti Koch Christen-
sen, 1986), Studies in Comparative Germanic Syntax (ritstjórar Hubert
Haider, Susan Olsen og Sten Vikner, 1995) og Studies in Comparative
Germanic Syntax II (ritstjórar Höskuldur Þráinsson, Samuel D. Epstein
og Steve Peter, 1996). Þetta eru allt mikilvæg rit fyrir íslenska, norræna og
germanska setningafræði og í þeim eru allmargar greinar sem fjalla um
tslenska setningagerð.
5- Niðurstaða
Af þessu yfirliti má sjá að Joan Maling hefur haft mikil og jákvæð áhrif á
tslenska og norræna (og germanska og almenna) setningafræði. Hún hefur
stundað mikilvægar rannsóknir í þessum fræðum, vakið athygli og áhuga
a þeim og stuðlað að framgangi þeirra á margvíslegan hátt, bæði á Islandi
°g á alþjóðavettvangi. Þess vegna var efnt til sérstaks norræns málþings til
heiðurs henni dagana 30. nóvember og 1. desember 2009 og það var
astæðan fýrir því að Islensku- og menningardeild Háskóla Islands ákvað að
s®ma hana heiðursdoktorsnafnbót.