Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 199
ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSON
Andmæli við doktorsvörn
Ragnars Inga Aðalsteinssonar
1. Inngangur
Frá árinu 2009 höfum við Kristján Arnason og fleira gott fólk unnið að viðamik-
illi rannsókn á samspili bragfræði, hljóðkerfisfræði og setningafræði, einkum í
eddukvæðum og dróttkvæðum, en líka í kveðskap frá seinni öldum, m.a. rímum.1
Þetta stóra „Samspilsverkefni", sem við köllum svo og ég hef haldið utan um, er
tengt ýmsum öðrum verkefnum um svipuð efni sem við Kristján höfum átt þátt í
á undanförnum árum, í félagi við aðra fræðimenn, innlenda sem erlenda. Rann-
sóknin er komin vel á veg og útkoman er tölvutækur gagnagrunur, nefndur Greinir
skáldskapar, sem hefur að geyma bragfræðilega og málfræðilega greinda texta og
unnt er að nota til að fá fram samþættar upplýsingar um samspil bragkerfis og
hljóðkerfis í kveðskapnum.
Það var í tengslum við þessi rannóknarverkefni að kynni okkar Ragnars Inga
hófust; ég hitti þarna fyrir talandi skáld með vísindalegan áhuga á bragfræði. Það
hefur verið mikilvægt fyrir Samspilsverkefnið að hafa hann þar innanborðs enda
eru menn sem sameina þessa eiginleika ekki á hverju strái. Ég óska Ragnari Inga
til hamingju með doktorsritgerðina. Nafnið á við einkar vel við: Tólfalda tiyggð.
Athugun á þróun stuðlasetningar frá elsta þekktum norr&num kveðskap fram til nútím'
ans. Stuðlasetning í íslenskum kveðskap í sögulegu ljósi er frumlegt rannsóknar-
efni og mikilvægt; hér er um að ræða einstaka menningarvarðveislu í 1200 ár —
og raunar gott betur því að íslenska hefðin hvílir á eldri, forngermönskum grunni
sem teygir rætur sínar tvö þúsund ár aftur í tímann.
2. Val á skáldum og textum
Doktorsritgerðin er traust og vandað fræðirit í bragfræði og þar er einnig komið
inn á málfræði, bókmenntafræði og fleiri svið. Rannsóknin er því í eðli sínu þver-
fræðileg. Þótt einhverjum kunni að finnast sviðið vera þröngt er það að mínum
1 Verkefnið nefnist „Samspil bragkerfis, hljóðkerfis og setningagerðar" og hlaut þriggja
ara verkefnisstyrk Rannsóknasjóðs Rannís 2009-11. Umsækjendur voru: Þórhallur Ey-
þórsson (verkefnisstjóri), Kristján Árnason, Bergljót S. Kristjánsdóttir, Kjartan G. Ottósson
É), Dag Haug og Bernt 0yvind Thorvaldsen. Tölvuvinna við gagnagmnn er í höndum
hjarka M. Karlssonar.
islenskl mál^2 (2010), 197-206. © 2010 íslenska málfrœðife'lagið, Reykjavík