Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Side 202
200 Þórhallur Eyþórsson
5. Yfirlit um stuðlasetningu og sögu bragfræðirannsókna
I 1. kafla er byrjað á yfirliti um stuðlasetningu í forngermönskum málum. Þar er
fyrst nefnd til sögunnar rúnaristan fræga á gullhorninu frá Gallehus (frá 400 e.
Kr.).
ek hlewagastÍR holtijaR horna tawido
‘Ég, Hlégestur Hyltir (úr Holti), táði (þ.e. gerði) hornið.’
A þessari eldfornu ristu kemur fyrst fram á germönsku málsvæði „stuðlanna þrí'
skipta grein“ (í þessu tilviki með h) sem við þekkjum enn í dag.
Enn fremur eru tínd til dæmi um stuðlasetningu úr forngermönskum málum,
m.a. fornensku. Bjólfskviða, sem líklega er að stofni til frá 8. öld e. Kr., hefst á svo-
felldum orðum; eins og sjá má er stuðlanna grein hér ýmist tví- eða þrískipt, eins
og í eddukvæðum:
Hwæt, we Gar-Dena in geardagum
þeodcyninga þrym gefrunon,
hu ða æþelingas ellen fremedon!
oft Scyld Scefing sceaþena þreatum,
monegum mægþum meodosetla ofteah ...
‘Heyrðum vér í árdaga herfrægð Dana,
þjóðalofðunga lofstír spurðum,
hversu öðlingar örlög drýgðu!
Oft Skjöldur Skefingur skæður féndum
bægði mörgum frá bekki mjaðar ...’
(þýð. Halldóra B. Björnsson)
Stuðlar eru ekki sérgermanskt fyrirbæri. Eins og höfundurinn minnist stuttlega a
koma þeir líka fyrir utan germönskunnar, t.d. í fornírsku, finnsku (Kalevala) og 1
kveðskap frá Sómalíu, þótt reglurnar séu frábrugðnar frá einu máli til annars.
I kafla 1.7 er gefið yfirlit um sögu bragfræðirannsókna á íslenskum og forn-
norrænum kveðskap. I þessu yfirliti er sagt frá framlagi fyrri tíðar fræðimanna a
borð við Sievers, Heusler og Hans Kuhn, sem rituðu gríðarlega mikið um brag'
fræði á þýska tungu, en einnig er minnst á innlenda samtímamenn eins og Atla
Ingólfsson og Kristján Árnason, aðalleiðbeinandann. í umfjöllun um Kuhn er m.a.
lítilega drepið á þann mun sem hann gerði á „ótengdum“ og „tengdum" setningum
(Kuhn 1933; sjá enn fremur t.d. Kristján Árnason 2009 og Þórhall Eyþórsson
2009). Dæmi úr Völuspá sýnir þennan mun:
Ár vas alda, þars Ymir byggði
I tengdu setningunni (þ.e. aukasetningunni sem hefst á þars Ymir byggði) er sögm
in í risi en ekki í ótengdu aðalsetningunni (Árvaralda). Þetta atriði skiptir gríðar-