Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 203
Andmcíli viðdoklorsvöm Ragnars Inga Aðalsteinssonar
201
miklu máli fyrir skilning á sambandi bragfræði og setningafræði í fornnorrænum
kveðskap og raunar forngermönskum kveðskap almennt — og líka fyrir umfjöll-
un höfundar sjálfs um styrkleika orða í 7. kafla.
Þótt þetta sögulega yfirlit sé greinargott er tengingin við meginefni ritgerðar-
innar á ýmsum stöðum ekki alltaf augljós. Ég vil biðja Ragnar Inga að útskýra
nánar að hvaða leyti sögulegi yfirlitskaflinn er mikilvægur fyrir rannsóknina
sjálfa.
6. Alitamál í greiningunni
Eg vík nú að nokkrum grundvallaratriðum í greiningu Ragnars Inga, álitamálum
þar að lútandi og skilgreiningu á ýmsum lykilhugtökum.
Svo að dæmi sé tekið þykir mér skorta á að útskýrt sé nægilega vel í hverju
»gnýstuðlun“ felst og hvað réttlætir að tala um stuðlun með sl, sn (og raunar sm
líka) annars vegar og sníkjuhljóðsstuðlun hins vegar sem tvö aðskilin fyrirbæri.
Hér má líka spyrja almennt: Hvað ers-stuðlun sem höfundi verður svo tíðrætt
um og er hún raunverulegt fyrirbæri? Eru næg gögn til að styðja þá staðhæfingu
að þessi í-stuðlun hafi verið ríkjandi á elsta skeiði en lagst af á 14. öld? I þessu sam-
hengi mætti líka nefna að umfjöllun höfundar um það hvað niðurstöður hans um
fjarveru meintrar í-stuðlunar segja okkur um aldur einstakra texta, umfram allt
Ynglingatals, eru ekki mjög skýrar; þar virðist slegið úr og í án þess að botn fáist
1 umræðuna.
Ég kysi enn fremur að fá nánari útskýringu á greiningu á sérhljóðastuðlun út
frá tilgátu um „tóman stuðul" í anda Jakobsons, Kiparskys og Kristjáns Árnason-
at (bls. 123-125). Hér er um að ræða þá hugmynd að í framstöðu orða sem hefjast
a sérhljóða sé „hljóðfræðilegt tóm“ sem beri stuðlunina uppi. Sú staðreynd að
kenning sem gerir ráð fyrir slíkum tómum stuðli hefur notið hylli fremstu fræði-
manna undanfarna áratugi ætti ekki að verða til þess að litið sé á hana sem endan-
legan sannleik — þvert á móti!
Loks er þess að geta að kaflinn um stuðlun með h er að mínu áliti ekki nógu
skýr, sérstaklega umfjöllun um hugmyndir fræðimanna í undirkafla 5.1.1. Höskuld-
ur Þráinsson (1981) setti fram hljóðkerfislega skýringu á því að mismunandi
Á-hljóð geta myndað einn jafngildisflokk, þar sem tekið er mið af baklægri gerð
hljóðanna. Dæmi: hjarta, hlaða, hnáta og hrota. Þetta mál þykir mér ekki tekið
nægilega föstum tökum í ritgerðinni. Skoðun mín er sú að greining sem miðar við
baklæga gerð hljóða — hljóðön en ekki hljóð — sé fýsileg ef menn gera á annað
horð ráð fyrir slíkum óhlutbundnum einingum.3 Fróðlegt er að sjá að höfundur
nefnir i þessu samhengi að í fornírsku er stuðlasetning hljóðkerfisleg fremur en
3 Dregið hefur verið í efa að stuðlasetning feli í sér sjálfstæðan vitnisburð um baklæg-
ar gerðir (sbr. Kristján Árnason 2000); ég tel þó að slíkt geti vel átt við í ýmsum tilvikum.
Of langt mál væri að tina til rök með og á móti þessum skoðunum hér.