Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 204
202
Þórhallur Eyþórsson
hljóðfræðileg og vitnar i hina frægu „drekabók“ Calverts Watkins (1995) máli sínu
til stuðnings. Hann hefði þó átt að taka dæmi, en eitt slíkt kemur raunar fyrir 1
yfirlitinu um stuðlun í öðrum málum í kafla 1.2.1 (bls. 31, tekið upp úr Watkins
1995:122-124):
... níbu i cinta / a chorp for tonna glassa
‘...ekki vegna glæpa — líkami hans á grænum bárum’
I þessari fornírsku braglínu stuðlar [g] (ritað c) í cinta ‘glæpir’ við [x] (ritað ch) 1
chorp ‘líkami’ en hvort tveggja eru birtingarmyndir baklægs /k/. Auðvitað ma
segja að hljóðkerfisleg stuðlun í fornírsku sanni ekkert um íslensku — en það sýnir
þó að gera þarf ráð fyrir slíku í sumum málum. Raunar þarf ekki að leita langt yfir
skammt til að finna býsna skýr dæmi um hljóðkerfislega stuðlun því að hún kemur
að mínum dómi fyrir í íslenskum orðum sem hefjast igogk (sbr. þá staðreynd að
uppgómmælt g [k] ígata og framgómmælt g [c] ígerpi mynda jafngildisflokk; til
skýringar læt ég þess getið að ég tel [k] og [c] vera hljóðbrigði íslensku en geri mer
grein fyrir því að ekki deila allir þeirri skoðun). Eg býst við því að höfundur sé mer
sammála um þetta en það væri fróðlegt að heyra hann útlista skoðanir sínar nánar.
7. Bragkunnátta og málkunnátta
Þau atriði sem ég hef talið upp lúta að málvísindalegri greiningu stuðlanna og
styðja t.d. tilgátur um baklægar gerðir hljóðanna. Mér þykir höfundur skauta full"
hratt yfir sum þessara álitamála en hann rekur þó helstu viðhorfin til þeirra þótt
ég hefði kosið að hann tæki skýrari afstöðu. Hvaða fræðikenningu sem menn
kunna að aðhyllast hljóta flestir að vera sammála um að málvísindaleg greining
stuðlanna sé mikilvæg vegna þess að hún getur varpað ljósi á samband bragkerfis
og málkerfis — eða svo það sé orðað á nútímalegri hátt: samband bragkunnáttu og
málkunnáttu. Gert er ráð fyrir því að hvor tveggja kunnáttan búi í undirmeðvit-
undinni: málkunnáttan (í þeim skilningi sem hún felur í sér hæfileikann til að til'
einka sér mannlegt mál) er meðfædd en bragkunnáttan er áunnin, eins og Ragnar
Ingi fjallar um sjálfur í ritgerðinni (bls. 59—61; sbr. líka grein hans frá 1996).
I þessu sambandi má nefna að Ragnar Ingi segir í kafla 1.6.1 í doktorsrit-
gerðinni sögu af landsþekktum hagyrðingi, sem var honum ekki með öllu ókunn-
ur; það var bróðir hans, Hákon heitinn Aðalsteinsson sem orti þegar hann var
unglingur austur á Jökuldal:
Póstur, hann drekkur, þvælir og þvargar,
þar til hann veit ekki meir;
þá dansar hann, syngur, æpir og argar,
ælir, stynur og deyr.
Að sögn Ragnars Inga var Hákon hvorki meðvitaður um málfræði- né brag'
fræðireglur. En hann hafði brageyrað, sem Einar Benediktsson kallaði fyrstur svo