Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Page 205
203
Andmœli við doktorsvöm Ragnars Inga Aðalsteinssonar
(sjá bls. 59,100). I þessari vísu gengur allt fullkomlega upp samkvæmt reglum um
styrkleika orðflokka í nútímamáli (t.d. þv&lir og, æpir og — en ekki öfugt). Eg vil
samt árétta að vísan er ekki kveðin samkvæmt styrkleikareglum sem gilda í eddu-
og dróttkvæðum en sagnir í persónuhætti og samtengingar bera þar venjulega ekki
stuðul. Ragnar Ingi rekur muninn, a.m.k. að hluta, til breytinga sem hafa orðið á
hrynjandi kveðskaparins, frá tiltölulega frjálsri áherslu fornyrðislagsins (accent-
vers) til „hrynhæfs" kveðskapar (metrisk vers) sem höfundur segir koma fram um
og eftir siðaskipti, t.d. í þessari hrynhendu hjá Jóni Arasyni (bls. 238).4
Vissu Júðar valla’ af þessu,
vildu þeir að Jesús skildi
deyðast eptir dæmdu ráði...
Þetta með „meðvitundina“ — eða öllu heldur meðvitundarleysið — er þó tvíbent. I
»djúpviðtölunum“ við skáldin Þorstein frá Hamri og Þórarin Eldjárn kemur í ljós
að þegar gengið er á þau geta þau gert býsna skilmerkilega grein fyrir stuðlasetn-
ingu og öðrum bragfræðireglum. Fróðlegt er að sjá að dómar þeirra Þorsteins og
Þórarins um þessi efni eru nánast samhljóða. Þeir forðast báðir í-stuðlun,
gnýstuðlun með sl, stn, sn (sem þeir telja þó rétta), sníkjuhljóðsstuðlun og hv á móti
k, að ekki sé minnst á ofstuðlun og aukaljóðstafi. Þó umbera þeir sum þessara
atriða hjá öðrum! Til hægðarauka hef ég tekið saman snöggsoðið yfirlit um dóma
þeirra Þorsteins og Þórarins eins og sýnt er í töflu 1.
ÞORSTEINN ÞÓRARINN
1 r-stuðlun nei (en umber hjá eldri skáldum) nei
2 sl, sm, sn ekki sm („of frekur") aðeins innbyrðis
3 sníkjuhljóð nei (umber hjá öðrum) nei (en þó „ásættanleg")
4 hv móti k nei (umber hjá öðrum) nei (er þó með hv = kv)
5 ofstuðlun nei sérhlj. (en ekki sk o.þ.h.)
aukaljóðstafir nei nei
ú hlutverk ljóðstafa samsvörun hljóða hluti af ljóðinu
7 tengsl ljóðstafa og já, en ekki um of millivegur
áherslu/hrynjandi
® hvenær stuðlun? smekksatriði alltaf meðvitaður
d'afla i: Samantekt um dóma Þorsteins frá Hamri og Þórarins Eldjárns um
bragfræðireglur (sjá bls. 323—328).
4 Líklegt er að á Islandi sé „hrynhæfur" kveðskapur mun eldri en höfundur lætur í
Veðri vaka (sbr. Kristján Árnason 2000).