Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2010, Síða 206
204
Þórhallur Eyþórsson
8. Varðveisla
Að lokum er það „milljóndollaraspurningin": Af hverju varðveittist stuðlasetning-
in hér á landi? „Tryggð íslenskra skálda við jafngildisflokkana er algjör,“ segir
doktorsefnið (bls. 280), en reyndar ætti að bæta hér við: „að breyttu breytanda ,
því að vitaskuld hafa ýmsar málbreytingar haft áhrif á stuðlasetninguna, eins og
rakið er í ritgerðinni. Ragnar Ingi finnur ástæðuna fyrir þessari tólf alda tryggð í
áherslu á fyrsta atkvæði í íslensku en Donca Minkova (2003) hefur haldið svipaðn
skoðun fram um það að stuðlun hélst í enskum kveðskap fram á 15. öld, eins og
höfundur nefnir (bls. 68). Ég er sammála Ragnari Inga um að upphafsáhersla er
nauðsynlegt skilyrði í varðveislu þessarar einstöku hefðar — en er hún nægjanlegt
skilyrði? Þótt vissulega sé þetta málfræðilega atriði mikilvægt hlýtur hér fleira að
koma til. Annars hefði mátt búast við því að stuðlun varðveittist í kveðskap 1
öðrum málum með upphafsáherslu, eins og finnsku eða í máli frænda vorra Fzer-
eyinga. En þar hefur hún ekki varðveist (nema þá sem „tillært" stílbragð). Mer
finnst sennilegt að ekki skipti síður máli samhengið í íslenskri bókmenntahefð,
samfellan í málinu, en líka einangrun landsins og fábreytni í lífsháttum. Það var
ekkert annað að gera! Eða eins og Jóhannes úr Kötlum kvað um rímþjóðina:
I sléttubönd vatnsfelld og stöguð
hún þrautpíndan metnað sinn lagði,
í stuðla hún klauf sína þrá,
við höfuðstaf gekk hún til sauða.
Það mætti líka tala um stuðlaþjóðina. Vissulega kann að vera rétt að áhrifamenn a
borð við þá biskupana, Odd Einarsson í Skálholti og Guðbrand Þorláksson a
Hólum, hafi átt einhvern þátt í að stuðlasetning varðveittist á Islandi (bls. 69). Þo
er ólíkíegt að hefðin hefði geymst ef hún hefði aðeins verið skáldamál lærðra
manna en ekki lifað á vörum alþýðunnar. Ragnar Ingi segir að „leitun muni vera
á hliðstæðri menningarvarðveislu" (bls. 288) og ég er hjartanlega sammála honurn-
Stuðlasetning er óáþreifanlegur menningararfur (immaterial cultural heritage) eins
og tungumál, bókmenntir, listir, þjóðhættir og siðir. Fyrirbærið ætti því skilið að
fara á heimsminjaskrá Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
I lokin ætla ég að segja litla sögu; ég tek það fram að þetta var fýrir mitt minni
en sagan lifir í munnlegri geymd. Langafabróðir minn hét Asgeir Guðmundsson;
hann var úr Æðey á Isafjarðardjúpi og alltaf nefndur Asgeir í Æðey. Hann kunni
ógrynnin öll af visum og er m.a. sagður hafa kunnað allan kveðskap Einars Bene-
diktssonar utanbókar. Eitt sinn var hann látinn þylja kvæði eftir Einar Ben. í ut-
varpsþætti og það gerði hann af miklum móð með sinni hvellu fuglsrödd. En þegar
Ásgeir karlinn var spurður um innihaldið vafðist honum tunga um tönn. Hann hafði
ekki mikið velt því fýrir sér hvað skáldið væri að fara með hátimbruðum kvæðaroms-
unum. Þetta var haft í flimtingum lengi síðan. Ég sagði Paul Kiparsky þessa sögu
þegar hann kom á alþjóðlegu bragfræðiráðstefnuna sem við héldum í Reykholti surn-